Golf

Morikawa kom, sá og sigraði á lokahringnum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sáttur
Sáttur vísir/Getty

Collin Morikawa reyndist öflugastur á lokahring Opna breska meistaramótsins í golfi í dag og vann mótið með tveggja högga mun.

Þessi 25 ára gamli Bandaríkjamaður lék lokahringinn á fjórum höggum undir pari og lyfti sér þar með upp fyrir Suður-Afríkumanninn Louis Oosthuizen sem leiddi fyrir lokahringinn.

Oosthuizen lék lokahringinn á einu höggi yfir pari en auk þeirra tveggja var Jordan Spieth með í baráttunni um efsta sætið allt til enda.

Annað risamótið sem Morikawa vinnur því hann landaði sigri á PGA meistaramótinu í fyrra.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.