Viðskipti innlent

Frá Ölmu til Eimskips

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Eimskip hefur ráðið nýjan framkvæmdastjóra fjármálasviðs.
Eimskip hefur ráðið nýjan framkvæmdastjóra fjármálasviðs. Vísir/Vilhelm

María Björk Einarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs Eimskips. Hún kemur til starfa frá Ölmu íbúðafélagi þar sem hún hafði verið framkvæmdastjóri síðastliðin sjö ár.

Þetta kemur fram í tilkynningu Eimskips til Kauphallar en Alma íbúðarfélag greindi frá því í gær að María Björk hefði látið af störfun.

María Björk Einarsdóttir kemur til starfa hjá Eimskipi í september.Mynd/Samsett

María Björk tekur við að Agli Erni Petersen, sem hefur verið fjármálastjóri Eimskips frá ársbyrjun 2019, en sagði stöðunni lausri vegna persónulegra ástæðna og mun taka við nýju starfi á fjármálasviði að því er segir í tilkynningu Eimskips.

María Björk er með B.Sc. í rekstrarverkfræði með áherslu á fjármál frá Háskólanum í Reykjavík og próf í verðbréfaviðskiptum. María er í sambúð með Ellerti Arnarsyni og saman eiga þau tvö börn.

María Björk hefur störf í september og mun Egill Örn gegna starfinu þangað til.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×