Norska liðinu hótað sektum og að vera dæmdar úr leik á EM ef þær spiluðu ekki í bikiníi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. júlí 2021 10:03 Norska liðið vildi fá að spila í stuttbuxum á EM kvenna í strandhandbolta en það mæltist ekki vel fyrir hjá skipuleggjendum mótsins. getty/Ilnar Tukhbatov Norska landsliðinu var hótað sektum og að vera dæmt úr leik þegar það mótmælti klæðaburði á EM kvenna í strandhandbolta. Samkvæmt reglum þurfa leikmenn á strandhandboltamótum kvenna að klæðast bikiníi á meðan karlar mega klæðast hlýrabolum og stuttbuxum. Leikmenn hafa lengi verið ósáttir við reglur um klæðaburð á mótum en samt hafa þær ekkert breyst. Norska handknattleikssambandið hefur verið framarlega í baráttu um að breyta reglunum og fyrir EM óskaði það eftir því að leikmenn fengju að spila í stuttbuxum á mótinu. Fyrst var norska liðinu hótað sektum, sem það var tilbúið að borga, en fyrir fyrsta leikinn á EM var sektin skyndilega hækkuð og því hótað frekari refsingum, meðal annars að liðinu yrði hent úr keppni. Norska liðið gaf þá eftir enda mikið undir á EM, meðal annars sæti á heimsmeistaramótinu. „Fyrst í stað var okkur tjáð að hver leikmaður yrði sektaður um fimmtíu evrur fyrir hvern leik sem við vorum tilbúin að borga. Síðan var okkur tjáð að sektin yrði hækkuð og frekari refsingar myndu fylgja. Og skömmu fyrir fyrsta leik var okkur sagt að við yrðum dæmdar úr leik fyrir að spila í búningunum sem við vildum. Við vildum ekki taka þá áhættu,“ sagði Katinka Haltvik, leikmaður norska liðsins. Kåre Geir Lio, forseti norska handknattleikssambandsins, segir að það hafi lengi talað fyrir daufum eyrum þegar kemur að breytingum á reglum um klæðaburð á mótum. „Þetta er svo vandræðalegt og vonlaust,“ sagði Lio. Norðmenn fengu Svía, Frakka og Dani með sér í lið og sendu inn beiðni um breytingar á reglunum til EHF, evrópska handknattleikssambandsins. Talsmaður EHF tjáði NRK að málið yrði skoðað en Lio er ekki bjartsýnn á að neinar breytingar verði gerðar á reglunum. „Við höfum sett okkur í samband við þá og unnið að þessu í nokkur ár. Við höfum vakið athygli á þessu og okkur lofað úrbótum. En samt gerist ekkert. Það er bara sorglegt fyrir stelpurnar að standa í þessu,“ sagði Lio. Handbolti Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjá meira
Samkvæmt reglum þurfa leikmenn á strandhandboltamótum kvenna að klæðast bikiníi á meðan karlar mega klæðast hlýrabolum og stuttbuxum. Leikmenn hafa lengi verið ósáttir við reglur um klæðaburð á mótum en samt hafa þær ekkert breyst. Norska handknattleikssambandið hefur verið framarlega í baráttu um að breyta reglunum og fyrir EM óskaði það eftir því að leikmenn fengju að spila í stuttbuxum á mótinu. Fyrst var norska liðinu hótað sektum, sem það var tilbúið að borga, en fyrir fyrsta leikinn á EM var sektin skyndilega hækkuð og því hótað frekari refsingum, meðal annars að liðinu yrði hent úr keppni. Norska liðið gaf þá eftir enda mikið undir á EM, meðal annars sæti á heimsmeistaramótinu. „Fyrst í stað var okkur tjáð að hver leikmaður yrði sektaður um fimmtíu evrur fyrir hvern leik sem við vorum tilbúin að borga. Síðan var okkur tjáð að sektin yrði hækkuð og frekari refsingar myndu fylgja. Og skömmu fyrir fyrsta leik var okkur sagt að við yrðum dæmdar úr leik fyrir að spila í búningunum sem við vildum. Við vildum ekki taka þá áhættu,“ sagði Katinka Haltvik, leikmaður norska liðsins. Kåre Geir Lio, forseti norska handknattleikssambandsins, segir að það hafi lengi talað fyrir daufum eyrum þegar kemur að breytingum á reglum um klæðaburð á mótum. „Þetta er svo vandræðalegt og vonlaust,“ sagði Lio. Norðmenn fengu Svía, Frakka og Dani með sér í lið og sendu inn beiðni um breytingar á reglunum til EHF, evrópska handknattleikssambandsins. Talsmaður EHF tjáði NRK að málið yrði skoðað en Lio er ekki bjartsýnn á að neinar breytingar verði gerðar á reglunum. „Við höfum sett okkur í samband við þá og unnið að þessu í nokkur ár. Við höfum vakið athygli á þessu og okkur lofað úrbótum. En samt gerist ekkert. Það er bara sorglegt fyrir stelpurnar að standa í þessu,“ sagði Lio.
Handbolti Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjá meira