Deila forystunni fyrir lokahringinn Valur Páll Eiríksson skrifar 10. júlí 2021 17:45 Matt Fitzpatrick deilir forystunni fyrir lokahringinn á Opna skoska meistaramótinu. Mark Runnacles/Getty Images Belginn Thomas Detry og Englendingurinn Matt Fitzpatrick leiða Opna skoska meistaramótið í golfi fyrir lokahringinn sem leikinn verður á morgun. Búast má við mikilli spennu á toppnum. Fátt hefur skilið menn að á toppnum á mótinu til þessa en fyrir hring dagsins deildu þrír menn forystunni á ellefu höggum undir pari; Thomas Detry, Jon Rahm og Jack Senior, sem hafði verið einn í forystu eftir fyrsta hringinn. Aðeins höggi á eftir þeim voru svo George Coetzee, Lee Westwood og Matt Fitzpatrick. Up-and-down from the bar benches The fans loved this from @tomdetry!#abrdnScottishOpen #RolexSeries pic.twitter.com/YYSWeUah4Y— The European Tour (@EuropeanTour) July 10, 2021 Senior, sem hafði leikið fyrsta hringinn á sjö höggum undir pari, tókst ekki að viðhalda þeim þeim gæðum í dag þar sem hann lék á tveimur höggum yfir pari og hrundi niður í 17. sæti. Detry lék hins vegar jafnt og þétt golf þar sem hann fór 14 holur á pari, fékk einn skolla, tvo fugla og einn örn. Hann fór hringinn því á þremur höggum undir pari og er í forystunni á 14 undir parinu. Matt Fitzpatrick lék höggi betur, á fjórum höggum undir pari, og deilir því toppsætinu með Detry eftir að hafa verið höggi á eftir honum fyrir daginn í dag. Spánverjinn Jon Rahm er höggi á eftir þeim þar sem hann fór hringinn á tveimur undir pari. World class @MattFitz94 #abrdnScottishOpen #RolexSeries pic.twitter.com/suIBF7e9hg— The European Tour (@EuropeanTour) July 10, 2021 Næst á eftir honum kemur Ástralinn Lucas Herbert, sem var frábær í dag er hann fór hringinn á sjö höggum undir pari. Hann fékk einn skolla, einn örn og sex fugla á hringnum. Manna best lék þó Alexander Björk sem fékk átta fugla á hringnum og fór aðrar holur á pari. Hann fór hringinn því á átta höggum undir pari og vann sig upp í 8.-16. sæti þar sem hann er á tíu höggum undir pari. With 18 holes to go #abrdnScottishOpen #RolexSeries pic.twitter.com/6HJbbPncaJ— The European Tour (@EuropeanTour) July 10, 2021 Hér má sjá stöðuna á mótinu. Lokahringur mótsins fer fram á morgun og hefst klukkan 11:00 í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Fleiri fréttir Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira
Fátt hefur skilið menn að á toppnum á mótinu til þessa en fyrir hring dagsins deildu þrír menn forystunni á ellefu höggum undir pari; Thomas Detry, Jon Rahm og Jack Senior, sem hafði verið einn í forystu eftir fyrsta hringinn. Aðeins höggi á eftir þeim voru svo George Coetzee, Lee Westwood og Matt Fitzpatrick. Up-and-down from the bar benches The fans loved this from @tomdetry!#abrdnScottishOpen #RolexSeries pic.twitter.com/YYSWeUah4Y— The European Tour (@EuropeanTour) July 10, 2021 Senior, sem hafði leikið fyrsta hringinn á sjö höggum undir pari, tókst ekki að viðhalda þeim þeim gæðum í dag þar sem hann lék á tveimur höggum yfir pari og hrundi niður í 17. sæti. Detry lék hins vegar jafnt og þétt golf þar sem hann fór 14 holur á pari, fékk einn skolla, tvo fugla og einn örn. Hann fór hringinn því á þremur höggum undir pari og er í forystunni á 14 undir parinu. Matt Fitzpatrick lék höggi betur, á fjórum höggum undir pari, og deilir því toppsætinu með Detry eftir að hafa verið höggi á eftir honum fyrir daginn í dag. Spánverjinn Jon Rahm er höggi á eftir þeim þar sem hann fór hringinn á tveimur undir pari. World class @MattFitz94 #abrdnScottishOpen #RolexSeries pic.twitter.com/suIBF7e9hg— The European Tour (@EuropeanTour) July 10, 2021 Næst á eftir honum kemur Ástralinn Lucas Herbert, sem var frábær í dag er hann fór hringinn á sjö höggum undir pari. Hann fékk einn skolla, einn örn og sex fugla á hringnum. Manna best lék þó Alexander Björk sem fékk átta fugla á hringnum og fór aðrar holur á pari. Hann fór hringinn því á átta höggum undir pari og vann sig upp í 8.-16. sæti þar sem hann er á tíu höggum undir pari. With 18 holes to go #abrdnScottishOpen #RolexSeries pic.twitter.com/6HJbbPncaJ— The European Tour (@EuropeanTour) July 10, 2021 Hér má sjá stöðuna á mótinu. Lokahringur mótsins fer fram á morgun og hefst klukkan 11:00 í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Fleiri fréttir Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira