Viðskipti innlent

Verð á hluta­bréfum Play rauk upp í morgun

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, og Birgir Jónsson, forstjóri Play, þegar bjöllunni var hringt í háloftunum á miðvikudaginn.
Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, og Birgir Jónsson, forstjóri Play, þegar bjöllunni var hringt í háloftunum á miðvikudaginn. Play

Hluta­bréfa­verð flug­fé­lagsins Play hefur hækkað mikið í fyrstu við­skiptum eftir að fé­lagið var skráð í Kaup­höllina í morgun. Þegar best lét í morgun höfðu bréfin hækkað um 41 prósent í verði, miðað við út­boðs­gengið 18, sem var gengi al­mennra fjár­festa.

Á þessari stundu eru bréfin aftur komin niður í 24,3 krónur þannig að hækkunin nemur um 35 prósentum.

Stærri fjár­festar keyptu á út­boðs­genginu 20. Frá því að markaðir opnuðu hafa hlutir í fé­laginu gengið kaupum og sölum fyrir and­virði rúm­lega 600 miljóna króna, þegar þetta er skrifað.

Flug­fé­lagið var skráð á First North markað kaup­hallarinnar í morgun og var þeim á­fanga fagnað, raunar síðasta mið­viku­dag, með því að hringja kaup­hallar­bjöllunni í vél fé­lagsins í 12 þúsund feta hæð.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×