Yfir 10 þúsund farþegar á einum degi í fyrsta sinn í fimmtán mánuði Atli Ísleifsson skrifar 5. júlí 2021 09:01 Keflavíkurflugvöllur hefur verið að taka við sér á ný. Vísir/Vilhelm Alls fóru 10.580 manns um Keflavíkurflugvöll síðastliðinn laugardag, en svo margir farþegar hafa ekki farið um völlinn á einum degi frá því 13. mars 2020, eða fyrir rúmum fimmtán mánuðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia, en þann 14. mars 2020, settu bandarísk yfirvöld á ferðabann til Bandaríkjanna vegna Covid-19 og fækkaði farþegum um Keflavíkurflugvöll mikið næstu vikuna á eftir. „Frá og með 23. mars var mjög lítil umferð um völlinn og tengistöðina milli Evrópu og Norður-Ameríku lokaðist. Bannið er enn í gildi og óvíst hvenær það verður afnumið. Sú breyting hefur þó orðið á að fullbólusettir Bandaríkjamenn eða þeir sem hafa fengið Covid-19-smit geta komið til Íslands án takmarkana á landamærum. Að viðbættri þeirri fjölgun ferðamanna sem orðið hefur á síðustu vikum er ljóst að minnst 20 flugfélag verður með ferðir til og frá Keflavíkurflugvelli í sumar. Nú síðast bættust flugfélagið Play í hópinn. Þá hefur Icelandair fjölgað brottförum í hverri viku og bandaríska flugfélagið United Airlines hóf flug til Chicago í síðustu viku. Það er nýr áfangastaður fyrir United frá Keflavíkurflugvelli,“ segir í tilkynningunni. Gætu orðið annasamir dagar Haft er eftir Guðmundi Daða Rúnarssyni, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia, að mikilvægt sé að hafa í huga að næstu dagar geti orðið mjög annasamir og afgreiðsla hæg í flugstöðinni á meðan gildandi sóttvarnarráðstöfunum heilbrigðisyfirvalda er fylgt gagnvart komufarþegum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. „Þessu til viðbótar má nefna að það skiptir miklu máli fyrir þróunina á komandi vetri hvernig tekst til í flugrekstri og þjónustu við ferðamenn á Íslandi í júlí og ágúst,“ segir Guðmundur Daði. „Við hjá Isavia vinnum mikið með flugfélögum við að tryggja aukið framboð af flugi yfir vetrartímann. Áhuginn á Íslandi er mikill og með hverju nýju félagi og hverjum nýjum áfangastað þá fjölgar þeim sem vilja sækja okkur heim og tækifærum fyrir íslensk viðskiptalíf til að sækja á nýja markaði fjölgar enn,“ segir Guðmundur Daði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia, en þann 14. mars 2020, settu bandarísk yfirvöld á ferðabann til Bandaríkjanna vegna Covid-19 og fækkaði farþegum um Keflavíkurflugvöll mikið næstu vikuna á eftir. „Frá og með 23. mars var mjög lítil umferð um völlinn og tengistöðina milli Evrópu og Norður-Ameríku lokaðist. Bannið er enn í gildi og óvíst hvenær það verður afnumið. Sú breyting hefur þó orðið á að fullbólusettir Bandaríkjamenn eða þeir sem hafa fengið Covid-19-smit geta komið til Íslands án takmarkana á landamærum. Að viðbættri þeirri fjölgun ferðamanna sem orðið hefur á síðustu vikum er ljóst að minnst 20 flugfélag verður með ferðir til og frá Keflavíkurflugvelli í sumar. Nú síðast bættust flugfélagið Play í hópinn. Þá hefur Icelandair fjölgað brottförum í hverri viku og bandaríska flugfélagið United Airlines hóf flug til Chicago í síðustu viku. Það er nýr áfangastaður fyrir United frá Keflavíkurflugvelli,“ segir í tilkynningunni. Gætu orðið annasamir dagar Haft er eftir Guðmundi Daða Rúnarssyni, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia, að mikilvægt sé að hafa í huga að næstu dagar geti orðið mjög annasamir og afgreiðsla hæg í flugstöðinni á meðan gildandi sóttvarnarráðstöfunum heilbrigðisyfirvalda er fylgt gagnvart komufarþegum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. „Þessu til viðbótar má nefna að það skiptir miklu máli fyrir þróunina á komandi vetri hvernig tekst til í flugrekstri og þjónustu við ferðamenn á Íslandi í júlí og ágúst,“ segir Guðmundur Daði. „Við hjá Isavia vinnum mikið með flugfélögum við að tryggja aukið framboð af flugi yfir vetrartímann. Áhuginn á Íslandi er mikill og með hverju nýju félagi og hverjum nýjum áfangastað þá fjölgar þeim sem vilja sækja okkur heim og tækifærum fyrir íslensk viðskiptalíf til að sækja á nýja markaði fjölgar enn,“ segir Guðmundur Daði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Sjá meira