Stjórnendur Arion banka telji eigin bréf vanmetin Snorri Másson skrifar 4. júlí 2021 13:19 Már Wolfgang Mixa, lektor viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík, telur hlutabréf í íslenskum bönkum hvorki of- né vanmetin. Vísir Arion banki hefur fengið heimild frá Fjármálaeftirlitinu til kaupa á eigin bréfum fyrir um 8 milljarða króna. Lektor í fjármálum segir þetta til marks um að þrátt fyrir miklar hækkanir á virði bréfa í bankanum, telji stjórnendur bréfin enn vanmetin. Þegar verst lét voru bréf Arion banka metin á um 51 krónu í mars árið 2020. Nú er virði þeirra rúmlega þrefalt á við það, um 159 krónur. Már Wolfgang Mixa, lektor í fjármálum við Háskólann í Reykjavík, bendir á að endurkaup á hlutabréfum á borð við þau sem nú eru fyrirhuguð séu almennt vísbending um að stjórnendur telji bréf í fyrirtækjum sínum vanmetin. „Þessi tilkynning er klárlega vísbending um að þrátt fyrir miklar hækkanir undanfarið, telji þeir bréfin enn vera vanmetin,“ sagði Már í hádegisfréttum Bylgjunnar. Kaupi áfram eigin bréf Eftir að tilkynningin var gefin út á föstudaginn hækkuðu bréf bankans strax um hátt í 2% og hafa því hækkað samtals um 138% á einu ári. Már telur líkur á að bankinn kaupi áfram eitthvað af eigin bréfum. „Það má segja að þetta sé ákveðið merki um traust á rekstri bankans bæði í dag og í framtíðinni. Annars myndu þeir einfaldlega greiða út arð.“ Már segir að lægri ávöxtunarkrafa ríkisbréfa sé á meðal orsaka þess að hlutabréf í bönkum séu að verða sífellt eftirsóknarverðari. Einnig spili lægri kostnaður í rekstri banka inn í - Arion banki er til dæmis bara með tvö útibú eftir á höfuðborgarsvæðinu. WOW air og Bakki áföll Á allra síðustu árum hefur orðið ákveðinn viðsnúningur í rekstri bankans, eftir stór áföll í tengslum við fall WOW air og kísilversins á Bakka. „Þau áföll lituðu reksturinn með neikvæðum hætti en nú er búið að einfalda rekstur bankans og það má segja að með því sé framtíðarhagnaður bankans, að vænta megi minni sveiflna. Það er einfaldlega að endurspegla núna í gengi bankans.“ Fjárfestar og almenningur hafa fjárfest í miklum mæli í íslenskum bönkum undanfarið, eins og einnig Íslandsbanka. Bréfin þar hafa hækkað um 30% frá því að útboð fór fram og standa nú í um 107 krónum. Már telur hér ekki um ofurbjartsýni að ræða, heldur geti verið bjartir tímar fram undan í bankarekstri með minnkandi atvinnuleysi og batnandi efnahagsástandi. „Ef þessi stöðugleiki næst myndi ég halda að gengið sé, svipað og í Arion banka, á frekar raunhæfum slóðum. Í mínum huga eru bankarnir bæði tveir hvorki van- né ofmetnir.“ Íslenskir bankar Kauphöllin Tengdar fréttir Arion banki kaupir eigin bréf fyrir átta milljarða króna Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur veitt Arion banka heimild til að framkvæma endurkaupaáætlun á eigin bréfum á Íslandi og á heimildarskírteinum útgefnum í Svíþjóð 3. júlí 2021 23:55 Verð á bréfum í Íslandsbanka hækka Mikil veisla er í Kauphöllinni. Hlutabréf í bönkunum þremur, Íslandsbanka, Arion og Kviku, hafa hækkað verulega í morgun í fyrstu viðskiptum dagsins. 30. júní 2021 11:29 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fleiri fréttir Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Sjá meira
Þegar verst lét voru bréf Arion banka metin á um 51 krónu í mars árið 2020. Nú er virði þeirra rúmlega þrefalt á við það, um 159 krónur. Már Wolfgang Mixa, lektor í fjármálum við Háskólann í Reykjavík, bendir á að endurkaup á hlutabréfum á borð við þau sem nú eru fyrirhuguð séu almennt vísbending um að stjórnendur telji bréf í fyrirtækjum sínum vanmetin. „Þessi tilkynning er klárlega vísbending um að þrátt fyrir miklar hækkanir undanfarið, telji þeir bréfin enn vera vanmetin,“ sagði Már í hádegisfréttum Bylgjunnar. Kaupi áfram eigin bréf Eftir að tilkynningin var gefin út á föstudaginn hækkuðu bréf bankans strax um hátt í 2% og hafa því hækkað samtals um 138% á einu ári. Már telur líkur á að bankinn kaupi áfram eitthvað af eigin bréfum. „Það má segja að þetta sé ákveðið merki um traust á rekstri bankans bæði í dag og í framtíðinni. Annars myndu þeir einfaldlega greiða út arð.“ Már segir að lægri ávöxtunarkrafa ríkisbréfa sé á meðal orsaka þess að hlutabréf í bönkum séu að verða sífellt eftirsóknarverðari. Einnig spili lægri kostnaður í rekstri banka inn í - Arion banki er til dæmis bara með tvö útibú eftir á höfuðborgarsvæðinu. WOW air og Bakki áföll Á allra síðustu árum hefur orðið ákveðinn viðsnúningur í rekstri bankans, eftir stór áföll í tengslum við fall WOW air og kísilversins á Bakka. „Þau áföll lituðu reksturinn með neikvæðum hætti en nú er búið að einfalda rekstur bankans og það má segja að með því sé framtíðarhagnaður bankans, að vænta megi minni sveiflna. Það er einfaldlega að endurspegla núna í gengi bankans.“ Fjárfestar og almenningur hafa fjárfest í miklum mæli í íslenskum bönkum undanfarið, eins og einnig Íslandsbanka. Bréfin þar hafa hækkað um 30% frá því að útboð fór fram og standa nú í um 107 krónum. Már telur hér ekki um ofurbjartsýni að ræða, heldur geti verið bjartir tímar fram undan í bankarekstri með minnkandi atvinnuleysi og batnandi efnahagsástandi. „Ef þessi stöðugleiki næst myndi ég halda að gengið sé, svipað og í Arion banka, á frekar raunhæfum slóðum. Í mínum huga eru bankarnir bæði tveir hvorki van- né ofmetnir.“
Íslenskir bankar Kauphöllin Tengdar fréttir Arion banki kaupir eigin bréf fyrir átta milljarða króna Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur veitt Arion banka heimild til að framkvæma endurkaupaáætlun á eigin bréfum á Íslandi og á heimildarskírteinum útgefnum í Svíþjóð 3. júlí 2021 23:55 Verð á bréfum í Íslandsbanka hækka Mikil veisla er í Kauphöllinni. Hlutabréf í bönkunum þremur, Íslandsbanka, Arion og Kviku, hafa hækkað verulega í morgun í fyrstu viðskiptum dagsins. 30. júní 2021 11:29 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fleiri fréttir Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Sjá meira
Arion banki kaupir eigin bréf fyrir átta milljarða króna Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur veitt Arion banka heimild til að framkvæma endurkaupaáætlun á eigin bréfum á Íslandi og á heimildarskírteinum útgefnum í Svíþjóð 3. júlí 2021 23:55
Verð á bréfum í Íslandsbanka hækka Mikil veisla er í Kauphöllinni. Hlutabréf í bönkunum þremur, Íslandsbanka, Arion og Kviku, hafa hækkað verulega í morgun í fyrstu viðskiptum dagsins. 30. júní 2021 11:29