Viðskipti innlent

Arion banki kaupir eigin bréf fyrir átta milljarða króna

Árni Sæberg skrifar
Arion banki.
Arion banki. Vísir

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur veitt Arion banka heimild til að framkvæma endurkaupaáætlun á eigin bréfum á Íslandi og á heimildarskírteinum útgefnum í Svíþjóð

Heimildin nær til allt að 63.000.000 hluta fyrir um 8 milljarða króna, sem nemur um 3,8 prósent af útgefnu hlutafé bankans.

Í ljósi sterkrar eiginfjárstöðu veitti aðalfundur Arion banka þann 16. mars 2021 stjórn bankans endurnýjaða heimild til að kaupa allt að 10% af útgefnu hlutafé bankans.

Ákvörðun um framkvæmd endurkaupaáætlunar verður tekin í stjórn Arion banka á næstunni.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.