Viðskipti innlent

Verð á bréfum í Íslandsbanka hækka

Jakob Bjarnar skrifar
Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, og Birna Einarsdóttir bankastjóri þegar Íslandsbanki var skráður á markað í Kauphöllinni. Nú er mikið fjör í Kauphöllinni og verð á hlutabréfum í bönkunum í áður óþekktum hæðum. Hlutafjáreigendur eru að hagnast vel um þessar mundir.
Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, og Birna Einarsdóttir bankastjóri þegar Íslandsbanki var skráður á markað í Kauphöllinni. Nú er mikið fjör í Kauphöllinni og verð á hlutabréfum í bönkunum í áður óþekktum hæðum. Hlutafjáreigendur eru að hagnast vel um þessar mundir. Vísir/Arnar

Mikil veisla er í Kauphöllinni. Hlutabréf í bönkunum þremur, Íslandsbanka, Arion og Kviku, hafa hækkað verulega í morgun í fyrstu viðskiptum dagsins.

Að sögn Viðskiptablaðsins er hlutabréfagengi bankanna nú komið í methæðir.

„Veltan með hlutabréf bankanna nemur um 900 milljónum króna á fyrsta klukkutímanum frá opnun Kauphallarinnar í morgun.

Hlutabréfagengi Íslandsbanka hefur hækkað um 4,9% í fyrstu viðskiptum dagsins og er nú komið í 108 krónur á hlut, sem er um 37% yfir útboðsgenginu í hlutafjárútboði bankans sem fór fram fyrr í mánuðinum.“

Hin mikla eftirspurn sýnir það og sannar en gífurleg eftirspurn eftir bréfunum myndaðist. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata talaði um „díl aldarinnar“ en fyrir liggur að þeir sem keyptu, og höfðu efni á því, hafa þegar ávaxtað sitt pund hraustlega.

En sá fjámálagjörningur hefur svo haft áhrif á gengi í bréfum hinna bankanna. Gengi í Arion hækkaði um 2,3 prósent en bankinn hefur hækkað um 62 prósent frá áramótum og þrefaldast frá í mars á síðasta ári. Að sögn Viðskiptablaðsins hefur hlutabréfaverð þar aldrei verið hærra frá skráningu í Kauphöll í júní 2018.

Kvika hefur einnig hækkað rösklega það sem af er degi eða um þrjú prósent.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.