Golf

Missti naumlega af niðurskurðinum eftir strembinn dag

Valur Páll Eiríksson skrifar
Guðrún Brá Björgvinsdóttir náði ekki að fylgja eftir góðum hring í gær.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir náði ekki að fylgja eftir góðum hring í gær. LET/Tristan Jones

Atvinnukylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir komst ekki í gegnum niðurskurð á Big Green Egg-mótinu á Rosendaelsche-vellinum í Hollandi í dag. Mótið er hluti Evrópumótaröð kvenna.

Guðrún Brá átti góðan hring á mótinu í gær, þar sem hún lék á 70 höggum, tveimur undir pari vallar, og var því í góðum málum fyrir annan hringinn sem hún lék í morgun.

Þar gekk hins vegar allt á afturfótunum þar sem Guðrún Brá fékk fimm skolla og tvo skramba og lék alls á 80 höggum, átta yfir pari vallar. Samanlagt skor Guðrúnar var því sex högg yfir pari.

Guðrún komst ekki í gegnum niðurskurðinn, naumlega, þar sem niðurskurðarlínan markaðist við fimm högg yfir parinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.