Viðskipti innlent

Reitir kaupa fjórar verslunareignir af Festi

Árni Sæberg skrifar
Húsnæði Krónunnar á Selfossi er meðal fasteigna sem Reitir kaupa af Festi.
Húsnæði Krónunnar á Selfossi er meðal fasteigna sem Reitir kaupa af Festi. Mynd/Sunnlendingur.is

Fasteignafélögin Reitir og Festi hafa komist að samkomulagi um kaup Reita á fjórum fasteignum sem hýsa meðal annars verslanir Krónunnar. Kaupverðið er rúmir fjórir milljarðar króna og að fullu fjármagnað með handbæru fé og lánsfé.

Húsnæðið sem um ræðir er tæplega þrettán þúsund útleigufermetrar af vönduðu verslunarhúsnæði. Þessar fasteignir eru að Háholti 13-15 í Mosfellsbæ, Dalbraut 1 á Akranesi, Austurvegi 1-5 á Selfossi og Hafnargötu 2 á Reyðarfirði.

Eignirnar eru í útleigu til fjölmargra öflugra leigutaka en þar ber helst að nefna Krónuna sem stendur fyrir tæplega 50 prósent leigutekna af húsnæðinu. Krónan mun gera fimmtán ára leigusamninga við Reiti á Dalbraut, Austurvegi og Hafnargötu. Aðrir leigutakar eru meðal annars Rúmfatalagerinn, Mosfellsbakarí, apótek, Sveitarfélagið Fjarðabyggð, Pizzan, Penninn, Mannvit og Lindex. 

Leigutekjur á ári nema um 320 milljónum króna og meðaltími leigusamninga er tæp tíu ár. Kaupin leiða til þess að áætlaður rekstrarhagnaður Reita hækkar um 250 milljónir króna á ársgrundvelli.

Kaupsamningurinn er gerður með öllum hefðbundnum fyrirvörum, svo sem niðurstöðum áreiðanleikakannana, samþykki Samkeppniseftirlitsins og fjármögnun viðskiptanna. Þá er forkaupsréttur á húsnæðinu að Austurvegi á Selfossi sem þarf að aflétta fyrir kaupin.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.