Viðskipti innlent

2.700 fjárfestar vildu hluti í Solid Clouds fyrir 2,8 milljarða

Samúel Karl Ólason skrifar
Fólkið á bak við Solid Clouds.
Fólkið á bak við Solid Clouds. Vísir/Vilhelm

Um það bil 2.700 fjárfestar tóku þátt í hlutafjárútboði tölvuleikjafyrirtækisins Solid Clouds og sendu þeir inn tilboð að andvirði 2,8 milljarða króna. Útboðinu lauk í dag en eftirspurnin var fjórföld.

Boðnir voru til sölu að lágmarki 40 milljón hlutir í formi nýrra hlutabréfa í Solid Clouds en heimilt er að stækka grunnstærð útboðsins í allt að 58 milljónir hluta. Verð á hlut í útboðinu er 12,5 krónur á hlut.

Í útboðinu bjóðast tvær áskriftarleiðir. Tilboð undir 15 milljónum króna falla undir áskriftarbók A, en hærri tilboð í áskriftarbók B. Lágmarkstilboð verður 100 þúsund krónur.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að tilboð fyrir 1,8 milljarð hafi borist í áskriftarbók A og tilboð fyrir 0,9 milljarða í bók B.

Ekki kemur fram hvort til standi að stækka útboðið í 58 milljónir hluta en til stendur að tilkynna úthlutunina á morgun.

Sjá einnig: Hlutafjárútboð Solid Clouds hafið

Haft er eftir Stefáni Gunnarssyni, forstjóra Solid Clouds, að forsvarsmenn fyrirtækisins sé þakklátir þeim áhuga sem fjárfestar hafi sýnt. Um mikilvægt skref í sögu fyrirtækisins sé að ræða.

„Fyrirtækið er nú í góðri stöðu fyrir næsta fasa í vexti þess og hlutafjárútboðið mun gera okkur kleift að stökkva á framtíðartækifæri,“ segir Stefán. „Ég vil sömuleiðis þakka starfsfólki Solid Clouds fyrir vinnu þeirra og eldmóð.“


Tengdar fréttir

Birtu kitlu úr nýjum Starborne-leik Solid Clouds

Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn Solid Clouds birti í dag nýja kitlu úr leiknum Starborne: Frontiers sem kemur út um mitt næsta ár. Leikurinn er hannaður fyrir snjallsíma en verður einnig spilanlegur á PC-tölvum.

Hluta­fjár­út­boð Solid Clouds hefst í næstu viku

Hluta­fjár­út­boð ís­lenska tölvu­leikja­fyrir­tækisins Solid Clouds hefst næsta mánu­dag klukkan 10 og mun standa fyrir til klukkan 16 mið­viku­daginn 30. júní. Arion banki sér um út­boðið en fé­lagið verður skráð á First North markaðinn.

Þúsund­þjala­smiður til Solid Clouds

Tölvuleikjafyrirtækið Solid Clouds hefur ráðið þúsundþjalasmiðinn Eyvind Karlsson til starfa sem rithöfund og markaðssérfræðing.

Fjárfesta í Solid Clouds fyrir 270 milljónir

Kjölur fjárfestingarfélag og aðrir tæknifjárfestar hafa fjárfest fyrir 270 milljonir króna í íslenska tölvuleikjaframleiðandanum Solid Clouds herkænskuleikinn Starborne. Auk þess fékk Solid Clouds vaxtarstyrk til tveggja ára frá Tækniþróunarsjóði.

Leikjaiðnaðurinn blómstrar á Íslandi

Grasrótin í tölvuleikjaiðnaðinum hér á landi er mjög öflug og hafa nokkur fyrirtæki sprottið upp úr verkefnum úr háskólum landsins á undanförnum árum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×