Viðskipti innlent

Þúsund­þjala­smiður til Solid Clouds

Atli Ísleifsson skrifar
Eyvindur Karlsson.
Eyvindur Karlsson. Solid Clouds

Tölvuleikjafyrirtækið Solid Clouds hefur ráðið þúsundþjalasmiðinn Eyvind Karlsson til starfa sem rithöfund og markaðssérfræðing.

Frá þessu segir í tilkynningu frá Solid Clouds, en Eyvindur kemur til með að hafa yfirumsjón með ritstörfum og taka þátt í markaðssetningu á væntanlegum tölvuleik, Starborne: Frontiers, sem fyrirtækið hyggst senda frá sér um mitt næsta ár.

„Eyvindur hefur komið víða við á sínum ferli. Hann hefur meðal annars fengist við þýðingar og ritstörf, frumkvöðlastarf, leikstjórn og síðustu ár hefur hann vakið athygli fyrir tónlist og leik í leikhúsum, nú síðast í Grímuverðlaunasýningunni um spýtustrákinn Gosa. Að auki hefur Eyvindur verið mikilsvirkur grínisti og tónlistarmaður, og sendi til dæmis frá sér sólóplötuna A Bottle Full of Dreams árið 2019.“

Eyvindur er með BA-gráðu í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands, MA-gráðu í leikstjórn frá The University of Essex og stundar nú MSc nám í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum við HÍ.

Solid Clouds var stofnað árið 2013 og sendi frá sér sinn fyrsta tölvuleik, Starborne: Sovereign Space, á síðasta ári. Framkvæmdastjóri Solid Clouds er Stefán Gunnarsson.


Tengdar fréttir





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×