Handbolti

Rut og Árni Bragi best og Rakel Sara og Blær efnilegust

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bestu leikmenn Olís-deildanna, Rut Jónsdóttir og Árni Bragi Eyjólfsson.
Bestu leikmenn Olís-deildanna, Rut Jónsdóttir og Árni Bragi Eyjólfsson. hsí/kjartan

Rut Jónsdóttir og Árni Bragi Eyjólfsson voru valin bestu leikmenn Olís-deildanna í handbolta á lokahófi HSÍ.

Rakel Sara Elvarsdóttir, samherji Rutar hjá Íslandsmeisturum KA/Þórs, var valin efnilegasti leikmaður Olís-deildar kvenna og Blær Hinriksson, Aftureldingu, var efnilegastur í Olís-deild karla.

Andri Snær Stefánsson, KA/Þór, var valinn besti þjálfarinn í Olís-deild kvenna og Aron Kristjánsson, Haukum, besti þjálfari Olís-deildar karla.

Efnilegustu leikmenn Olís-deildanna, Rakel Sara Elvarsdóttir og Blær Hinriksdóttir.hsí/kjartan

Auk þess að vera valin best fékk Rut Sigríðarbikarinn og var valinn besti sóknarmaður Olís-deildar kvenna. Árni Bragi fékk Valdimarsbikarinn og háttvísisverðlaun, var valinn besti sóknarmaður Olís-deildar karla og var markakóngur hennar.

Sunna Jónsdóttir, ÍBV, og Tandri Már Konráðsson, Stjörnunni, voru valin bestu varnarmenn Olís-deildanna. Matea Lonac, KA/Þór, og Vilius Rasimas, Selfossi, voru valin bestu markverðirnir.

Bestu leikmenn Grill 66 deildanna, Erna Guðlaug Gunnarsdóttir og Kristján Orri Jóhannsson.hsí/kjartan

Erna Guðlaug Gunnarsdóttir, Fram U, og Kristján Orri Jóhannsson, Kríu, voru valin bestu leikmenn Grill 66 deildanna. Sara Katrín Gunnarsdóttir, HK, og Guðmundur Bragi Ástþórsson, Haukum U, voru valin efnilegustu leikmennirnir í Grill 66 deildunum.

Verðlaunahafar á lokahófi HSÍ

Olís-deild kvenna

 • Besti leikmaðurinn: Rut Jónsdóttir, KA/Þór
 • Efnilegasti leikmaðurinn: Rakel Sara Elvarsdóttir, KA/Þór
 • Besti þjálfarinn: Andri Snær Stefánsson, KA/Þór
 • Sigríðarbikarinn: Rut Jónsdóttir, KA/Þór
 • Besti markvörðurinn: Matea Lonac, KA/Þór
 • Besti varnarmaðurinn: Sunna Jónsdóttir, ÍBV
 • Besti sóknarmaðurinn: Rut Jónsdóttir, KA/Þór
 • Markahæsti leikmaðurinn: Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram - 121 mark
 • Háttvísisverðlaunin: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, ÍBV

Olís-deild karla

 • Besti leikmaðurinn: Árni Bragi Eyjólfsson, KA
 • Efnilegasti leikmaðurinn: Blær Hinriksson, Aftureldingu
 • Besti þjálfarinn: Aron Kristjánsson, Haukum
 • Valdimarsbikarinn: Árni Bragi Eyjólfsson, KA
 • Besti markvörðurinn: Vilius Rasimas, Selfossi
 • Besti varnarmaðurinn: Tandri Már Konráðsson, Stjörnunni
 • Besti sóknarmaðurinn: Árni Bragi Eyjólfsson, KA
 • Markahæsti leikmaðurinn: Árni Bragi Eyjólfsson, KA - 163 mörk
 • Háttvísisverðlaunin: Árni Bragi Eyjólfsson, KA

Grill 66 deild kvenna

 • Besti leikmaðurinn: Erna Guðlaug Gunnarsdóttir, Fram U
 • Efnilegasti leikmaðurinn: Sara Katrín Gunnarsdóttir, HK U
 • Besti þjálfarinn: Guðmundur Helgi Pálsson, Aftureldingu
 • Besti markvörðurinn: Eva Dís Sigurðardóttir, Aftureldingu
 • Besti varnarmaðurinn: Ída Margrét Stefánsdóttir, Val U
 • Besti sóknarmaðurinn: Sara Katrín Gunnarsdóttir, HK U
 • Markahæsti leikmaðurinn: Sara Katrín Gunnarsdóttir, HK U - 154 mörk

Grill 66 deild karla

 • Besti leikmaðurinn: Kristján Orri Jóhannsson, Kríu
 • Efnilegasti leikmaðurinn: Guðmundur Bragi Ástþórsson, Haukum U
 • Besti þjálfarinn: Elías Már Halldórsson, HK
 • Besti markvörðurinn: Andri Sigmarsson Scheving, Haukum U
 • Besti varnarmaðurinn: Hjalti Már Hjaltason, Víkingi
 • Besti sóknarmaðurinn: Kristján Orri Jóhannsson, Kríu
 • Markahæsti leikmaðurinn: Kristján Orri Jóhannsson, Kríu - 178 mörk

Besta dómaraparið: Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson

Unglingabikar HSÍ: Haukar


Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.