Viðskipti innlent

Jóhann færir sig um set og aug­lýst eftir nýjum fjár­mála­stjóra

Atli Ísleifsson skrifar
Jóhann Sigurjónsson.
Jóhann Sigurjónsson. Reginn

Jóhann Sigurjónsson mun láta af störfum sem fjármálastjóri fasteignafélagsins Regins næsta haust og færa sig um set innan félagsins. Samhliða breytingunum verður auglýst eftir nýjum fjármálastjóra.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reginn þar sem sagt er frá fyrirhuguðum breytingum á framkvæmdastjórn félagsins.

„Felst það í að auglýst verður eftir framkvæmdastjóra fjármála sem mun taka við stöðu fjármálastjóra félagsins næsta haust.

Núverandi fjármálastjóri félagsins Jóhann Sigurjónsson er ekki að hverfa frá félaginu og mun taka við stöðu skrifstofustjóra næsta haust samhliða því að nýr aðili tekur við stöðu fjármálastjóra. Staða skrifstofustjóra mun heyra beint undir forstjóra félagsins,“ segir í tilkynningunni.

Jóhann hefur verið fjármálastjóri félagsins frá árinu 2012 og er hann einnig staðgengill forstjóra. Reginn hf. er fasteignafélag sem fjárfestir í, leigir út og annast rekstur á atvinnuhúsnæði. Alls eru 116 fasteignir nú í safni félagsins.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×