Shams Charania hjá The Athletic hefur heimildir fyrir því að Paul sé kominn í einangrun vegna kórónuveirusmits. Hann er kominn á svokallaðan „NBA’s COVID-19 health and safety protocols“ lista NBA deildarinnar.
Phoenix Suns All-NBA guard Chris Paul has entered COVID-19 health and safety protocols and is sidelined for an indefinite period of time, sources tell @TheAthletic @Stadium.https://t.co/t7GrZjgKvV
— Shams Charania (@ShamsCharania) June 16, 2021
Paul gæti misst af leikjum í úrslitakeppninni en það eru tveir til þrír leikir eftir af einvígi Los Angeles Clippers og Utah Jazz en sigurvegarinn í því mun mæta Phoenix Suns í úrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar.
Ef það verður leikur sjö í einvígi Clippers og Jazz þá fer hann fram á sunnudaginn kemur.
Sé leikmaðurinn bólusettur þá er líkur á því að hann geti snúið fyrr til baka.
Paul hefur verið frábær með liði Phoenix Suns og var með 25,5 stig og 10,3 stoðsendingar í einvíginu á móti Denver Nuggets sem Phoenix vann 4-0.