Ég er Eiður Smári Sveinn Waage skrifar 16. júní 2021 12:31 Við Íslendingar erum sérstakir um marga hluti en á sama tíma erum við líka eins og flestir aðrir. Afsakið mótsögnina. Súrsætt samband okkar við áfengi er mjög gott dæmi. Drykkjumenning og hefðir okkar finnst okkur sjálfum oft vera framandi en eru það í raun ekki, þrátt fyrir farsakennda sögu bjórs á Íslandi, sem enginn útlendingur, edrú eða drukkinn, trúir. Þeim finnst líklegri saga að við eigum í ástarsamböndum við álfa og tröll. Hér er 10 ára reynsla að tala. Á endanum notum við áfengi eins og flestir aðrir. Til að njóta, til að gleyma og til að losa um hömlur. En á Íslandi eins og annars staðar á áfengi sýnar dökku, og stundum kolsvörtu hliðar. Bakkus getur verið miskunarlaus og harður húsbóndi þegar hann fer frá því að vera að vera skemmtilegur gestur yfir í að eiga lögheimili heima hjá okkur og sýnir engin fararsnið. Við þurfum ekki að fjölyrða meira um það. Flest allir hafa ákveðið viðhorf gagnvart áfengi og þeir sömu hafa e-ð til síns máls. Hörð afstaða gegn því er fullkomlega eðlileg, aðrir hafa prómil-stjörnur í augunum; vilja fræðast, prófa, upplifa og hafa gaman. Njóta. Ekki síður eðlilegt. Og líklega byrjum við flest þar. En Bakkus er óþolandi óútreiknanlegur og þótt við vitum orðið miklu meira um fíkn í dag, orsakir og fleira, þá er öllum ljóst að hann gerir mannamun bölvaður melurinn. Í gráglettni má kalla mig „áhrifavald“, eftir að hafa stúderað og kennt fólki í ríflega áratug um fjölbreytta heima bjórsins, magnaða sögu hans sem einmitt núna er „fordæmalaus“ sl. tvo áratugi. Afsakið. Bjórskóli Ölgerðarinnar var á sínum tíma án efa vinsælasta menntastofnun landsins og ennþá er mikill fróðleiks-þorski til staðar. Fólk einmitt vill læra, smakka, upplifa og njóta. En dökku hliðarnar e birtast stundum inn á milli gleðinnar. Það sem skemmir oft upplifunina og viljann til að njóta er sú leiðinlega staðreynd að áfengi er jú eitur. Við eitrum okkur og höndlum það misvel. Sumir þola ekki mjólk annarra spendýra og aðrir voru líklega ekki íkornar í fyrra lífi með sitt bráðaofnæmi gagnvart hnetum. Áfengi, kvikasilfur alls konar gúmmilaði er svo að finna í snefilmagni í ótrúlegstu vörum, sem snerta okkur lítið sem ekkert. Ég er Eiður Smári og hann er ég. Ég elska bjór og allt í kringum hann, allt nema áhrifin. Jú það var gaman oft, alla vega um stund, en svo var líka minna gaman og pissað þar sem ég stóð. Verandi mjög seinþroska, þá fattaði ég frekar seint að áhrifalaus Sveinn, var að flestu leiti, nei öllu leiti, betri Sveinn. Ég efa því að margir fagni eins mikið nýrri bylgju áfengislausra bjóra sem eru í dag hverjir öðrum betri (loksins). En ég skil svo vel þá sem vilja og geta notið þess að verða smá kenndir og losað um. Ég á yndislega ættinga og vini sem þurfa þess, eða frekar hjálpar þeim, að segja mér að þau elski mig. Ekki hætta því takk! Svo eru það við sem erum alltaf „kennd“ meira eða minna án áfengis, en förum í öfuga átt með áfengi. Það er bara minn veruleiki og margra annarra sem töpuðum í Bakkus-lóttóinu en unnum í Jókernum „Okkar besti maður“, er vinsæll frasi í dag. Örfáir standa eins mikið undir því og Eiður Smári Guðjohnsen. Burtséð frá myndbirtingum, cancel-kúltúr og öllu því þrasi, þá er öllum ljóst að óeitraður Eiður er og verður betri Eiður á allan hátt. Við munum öll styðja hann á þeirri vegferð. Af því við, litla þakkláta þjóðin þín, elskum okkar besta mann. Höfundur er sérfræðingur í samskiptum, leiðbeinandi hjá Opna Háskólanum og skólastjóri bjorskoli.net. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein KSÍ Sveinn Waage Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Við Íslendingar erum sérstakir um marga hluti en á sama tíma erum við líka eins og flestir aðrir. Afsakið mótsögnina. Súrsætt samband okkar við áfengi er mjög gott dæmi. Drykkjumenning og hefðir okkar finnst okkur sjálfum oft vera framandi en eru það í raun ekki, þrátt fyrir farsakennda sögu bjórs á Íslandi, sem enginn útlendingur, edrú eða drukkinn, trúir. Þeim finnst líklegri saga að við eigum í ástarsamböndum við álfa og tröll. Hér er 10 ára reynsla að tala. Á endanum notum við áfengi eins og flestir aðrir. Til að njóta, til að gleyma og til að losa um hömlur. En á Íslandi eins og annars staðar á áfengi sýnar dökku, og stundum kolsvörtu hliðar. Bakkus getur verið miskunarlaus og harður húsbóndi þegar hann fer frá því að vera að vera skemmtilegur gestur yfir í að eiga lögheimili heima hjá okkur og sýnir engin fararsnið. Við þurfum ekki að fjölyrða meira um það. Flest allir hafa ákveðið viðhorf gagnvart áfengi og þeir sömu hafa e-ð til síns máls. Hörð afstaða gegn því er fullkomlega eðlileg, aðrir hafa prómil-stjörnur í augunum; vilja fræðast, prófa, upplifa og hafa gaman. Njóta. Ekki síður eðlilegt. Og líklega byrjum við flest þar. En Bakkus er óþolandi óútreiknanlegur og þótt við vitum orðið miklu meira um fíkn í dag, orsakir og fleira, þá er öllum ljóst að hann gerir mannamun bölvaður melurinn. Í gráglettni má kalla mig „áhrifavald“, eftir að hafa stúderað og kennt fólki í ríflega áratug um fjölbreytta heima bjórsins, magnaða sögu hans sem einmitt núna er „fordæmalaus“ sl. tvo áratugi. Afsakið. Bjórskóli Ölgerðarinnar var á sínum tíma án efa vinsælasta menntastofnun landsins og ennþá er mikill fróðleiks-þorski til staðar. Fólk einmitt vill læra, smakka, upplifa og njóta. En dökku hliðarnar e birtast stundum inn á milli gleðinnar. Það sem skemmir oft upplifunina og viljann til að njóta er sú leiðinlega staðreynd að áfengi er jú eitur. Við eitrum okkur og höndlum það misvel. Sumir þola ekki mjólk annarra spendýra og aðrir voru líklega ekki íkornar í fyrra lífi með sitt bráðaofnæmi gagnvart hnetum. Áfengi, kvikasilfur alls konar gúmmilaði er svo að finna í snefilmagni í ótrúlegstu vörum, sem snerta okkur lítið sem ekkert. Ég er Eiður Smári og hann er ég. Ég elska bjór og allt í kringum hann, allt nema áhrifin. Jú það var gaman oft, alla vega um stund, en svo var líka minna gaman og pissað þar sem ég stóð. Verandi mjög seinþroska, þá fattaði ég frekar seint að áhrifalaus Sveinn, var að flestu leiti, nei öllu leiti, betri Sveinn. Ég efa því að margir fagni eins mikið nýrri bylgju áfengislausra bjóra sem eru í dag hverjir öðrum betri (loksins). En ég skil svo vel þá sem vilja og geta notið þess að verða smá kenndir og losað um. Ég á yndislega ættinga og vini sem þurfa þess, eða frekar hjálpar þeim, að segja mér að þau elski mig. Ekki hætta því takk! Svo eru það við sem erum alltaf „kennd“ meira eða minna án áfengis, en förum í öfuga átt með áfengi. Það er bara minn veruleiki og margra annarra sem töpuðum í Bakkus-lóttóinu en unnum í Jókernum „Okkar besti maður“, er vinsæll frasi í dag. Örfáir standa eins mikið undir því og Eiður Smári Guðjohnsen. Burtséð frá myndbirtingum, cancel-kúltúr og öllu því þrasi, þá er öllum ljóst að óeitraður Eiður er og verður betri Eiður á allan hátt. Við munum öll styðja hann á þeirri vegferð. Af því við, litla þakkláta þjóðin þín, elskum okkar besta mann. Höfundur er sérfræðingur í samskiptum, leiðbeinandi hjá Opna Háskólanum og skólastjóri bjorskoli.net.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar