Viðskipti innlent

Ein af vélum Play orðin leik­hæf

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Vélin er komin í einkennisliti flugfélagsins.
Vélin er komin í einkennisliti flugfélagsins. Play

Búið er að mála eina af flugvélum sem prýða mun flota flugfélagsins Play með einkennislitum og merki félagsins. Í dag eru ellefu dagar í fyrsta flug félagsins þann 24. júní til Lundúna.

Í stuttri færslu á Facebook-síðu flugfélagsins kemur fram að vélin sé komin í „keppnislitina og með metnaðarfull plön um að hjálpa Íslendingum að mála erlendar stórborgir rauðar.“

Alls mun Play bjóða upp á sjö áfangastaði til að byrja með. Auk Lundúna eru það Alicante, Barcelona, Berlín, Kaupmannahöfn, París og Tenerife.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×