Í stuttri færslu á Facebook-síðu flugfélagsins kemur fram að vélin sé komin í „keppnislitina og með metnaðarfull plön um að hjálpa Íslendingum að mála erlendar stórborgir rauðar.“
Alls mun Play bjóða upp á sjö áfangastaði til að byrja með. Auk Lundúna eru það Alicante, Barcelona, Berlín, Kaupmannahöfn, París og Tenerife.