Viðskipti erlent

Bauð á fjórða milljarð króna í geim­ferð með Bezos

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Jeff Bezos er einn ríkasti maður í heimi. Þegar hann fer út í geim er mjög líkegt að hann verði ríkasti maður í geimi.
Jeff Bezos er einn ríkasti maður í heimi. Þegar hann fer út í geim er mjög líkegt að hann verði ríkasti maður í geimi. Jonathan Newton / The Washington Post via Getty

Ónafngreindur einstaklingur bauð í dag 28 milljónir Bandaríkjadala, eða það sem nemur rúmlega 3,4 milljörðum króna, í sæti í ferð auðjöfursins Jeff Bezos út í geim.

Geimferðafyrirtækið Blue Origin, sem er í eigu Bezos, greindi frá þessu á Twitter í dag og að nafn hæstbjóðandans yrði gert opinbert á næstu vikum.

Auk hins dularfulla hæstbjóðanda og Bezos, sem samkvæmt Forbes er næstríkasti maður heims þessa stundina, fer Mark Bezos, bróðir Jeff, með í ferðina.

Fjárhæðin sem hæstbjóðandi kemur til með að láta af hendi rakna mun renna í sjóð á vegum fyrirtækis Bezos, sem ber heitir Club for the Future. Sjóðurinn hefur það markmið að styðja við áframhaldandi vöxt í ýmsum vísindagreinum, með áherslu á rannsóknir á lífi mannfólks í geimnum, að því er fram kemur á vefsíðu sjóðsins.

Geimferð Bezos-bræðra og huldubjóðandans er á dagskrá þann 20. júlí. Frá þessu greindi Bezos í Instagram-færslu á dögunum.


Tengdar fréttir

Bezos ætlar upp í geim með bróður sínum

Jeff Bezos, stofnandi Amazon, hyggst ferðast upp í geim með bróður sínum í næsta mánuði. Með í för með Bezos-bræðrunum verður einhver þriðji maður, hæstbjóðandi í fyrirhuguðu uppboði.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.