Viðskipti erlent

Fyrr­verandi for­stjóri Volkswa­gen á­kærður fyrir að bera ljúg­vitni

Atli Ísleifsson skrifar
Martin Winterkorn gegndi embætti forstjóra Volkswagen á árunum 2007 til 2015.
Martin Winterkorn gegndi embætti forstjóra Volkswagen á árunum 2007 til 2015. EPA

Martin Winterkorn, fyrrverandi forstjóri þýska bílarisans Volkswagen, hefur verið ákærður fyrir að bera ljúgvitni þegar hann mætti fyrir nefnd þýska þingsins í tengslum við útblásturshneyksli fyrirtækisins sem komst í hámæli árið 2015.

Embætti ríkissaksóknara í Þýskalandi greindi frá ákærunni í morgun. „Embætti ríkissaksóknara ákærir Winterkorn fyrir að hafa borið ljúgvitni fyrir rannsóknarnefnd þingsins um útblástur dísilbíla 19. janúar 2017,“ sagði í yfirlýsingunni.

Winterkorn hélt því fram að hann hafi fyrst í september 2015 fengið upplýsingar um ólöglegan búnað í dísilbílum Volkswagen, en ljóst þykir að hann hafi þegar verið upplýstur í maí sama ár.

Útblásturshneykslið sneri að því að ákveðnar tegundir dísilbíla fyrirtækisins voru útbúnar sérstökum svindlhugbúnaði sem gerði það að verkum að útblástur mældist minni í mælingarprófum en hann var í raun og veru.

Greint var frá því á sunnudaginn að Winterkorn og Volkswagen hafi náð samkomulagi sín á milli sem felur í sér að Winterkorn greiði Volkswagen 10 milljóna evra, um 1,5 milljarða íslenskra króna vegna málsins.


Tengdar fréttir

Eigendur dísilbíla eiga rétt á bótum frá Volkswagen

Dómstóll í Þýskalandi komst að þeirri niðurstöðu að bílaframleiðandinn Volkswagen þyrfti að greiða eigendum dísilbíla sem fyrirtækið átti við til að blekkja yfirvöld bætur í dag. Tugir þúsunda dómsmála hafa verið höfðuð í Þýskalandi vegna útblásturshneykslisins.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
7,53
245
386.089
SKEL
1,97
4
5.571
REITIR
1,85
34
715.603
LEQ
1,65
1
4.912
MAREL
0,94
19
48.686

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-1,25
23
398.408
ISB
-0,81
546
956.680
SYN
-0,7
1
1.280
BRIM
-0,37
4
994
EIM
-0,31
23
160.413
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.