Eigendur dísilbíla eiga rétt á bótum frá Volkswagen Kjartan Kjartansson skrifar 25. maí 2020 11:13 Volkswagen kom fyrir ólöglegum hugbúnaði í dísilbílum sem dró tímabundið úr magni svifryks í útblæstri á meðan þeir voru í mengunarprófum. Fyrirtækið hefur þurft að greiða þúsundi milljarða í skaðabætur og sektir vegna svikanna. Vísir/EPA Dómstóll í Þýskalandi komst að þeirri niðurstöðu að bílaframleiðandinn Volkswagen þyrfti að greiða eigendum dísilbíla sem fyrirtækið átti við til að blekkja yfirvöld bætur í dag. Tugir þúsunda dómsmála hafa verið höfðuð í Þýskalandi vegna útblásturshneykslisins. Volkswagen varð uppvíst að því að eiga við vélar í dísilbílum til þess að fela fyrir yfirvöldum hversu mikið bílarnir menguðu. Hugbúnaður, sem komið var fyrir í bílunum, gerði það að verkum að útblástur þeirra var hreinni þegar þeir voru í útblástursprófum en þegar þeir voru komnir á götuna. Þeir sem keyptu slíka bíla eiga rétt á að skila þeim og fá kaupverðið endurgreitt að hluta með dómi dómstóls í Karlsruhe í dag. Reuters-fréttastofan segir að dómurinn sé mikið áfall fyrir þýska bílaframleiðandann þar sem hann setur fordæmi fyrir um 60.000 dómsmál sem bíða úrlausnar á neðri stigum þýska réttarkerfisins. Útblásturshneykslið hefur þegar kostað Volkswagen meira en þrjátíu milljarða evra, jafnvirði tæplega 4.700 milljarða íslenskra króna, í skaðabótagreiðslur og stjórnvaldssektir til þessa. Bandarísk yfirvöld tóku Volkswagen-bílana úr umferð sem leiddi til skaðabótakrafna. Bílarnir voru ekki bannaðir í Evrópu og héldu lögmenn bílaframleiðandans því fram að skaðabótakröfur ættu ekki rétt á sér þar. Þýskaland Bílar Útblásturshneyksli Volkswagen Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Dómstóll í Þýskalandi komst að þeirri niðurstöðu að bílaframleiðandinn Volkswagen þyrfti að greiða eigendum dísilbíla sem fyrirtækið átti við til að blekkja yfirvöld bætur í dag. Tugir þúsunda dómsmála hafa verið höfðuð í Þýskalandi vegna útblásturshneykslisins. Volkswagen varð uppvíst að því að eiga við vélar í dísilbílum til þess að fela fyrir yfirvöldum hversu mikið bílarnir menguðu. Hugbúnaður, sem komið var fyrir í bílunum, gerði það að verkum að útblástur þeirra var hreinni þegar þeir voru í útblástursprófum en þegar þeir voru komnir á götuna. Þeir sem keyptu slíka bíla eiga rétt á að skila þeim og fá kaupverðið endurgreitt að hluta með dómi dómstóls í Karlsruhe í dag. Reuters-fréttastofan segir að dómurinn sé mikið áfall fyrir þýska bílaframleiðandann þar sem hann setur fordæmi fyrir um 60.000 dómsmál sem bíða úrlausnar á neðri stigum þýska réttarkerfisins. Útblásturshneykslið hefur þegar kostað Volkswagen meira en þrjátíu milljarða evra, jafnvirði tæplega 4.700 milljarða íslenskra króna, í skaðabótagreiðslur og stjórnvaldssektir til þessa. Bandarísk yfirvöld tóku Volkswagen-bílana úr umferð sem leiddi til skaðabótakrafna. Bílarnir voru ekki bannaðir í Evrópu og héldu lögmenn bílaframleiðandans því fram að skaðabótakröfur ættu ekki rétt á sér þar.
Þýskaland Bílar Útblásturshneyksli Volkswagen Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira