Körfubolti

Martin átti góðan leik er Valencia jafnaði metin

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Martin átti flottan leik í kvöld.
Martin átti flottan leik í kvöld. EPA-EFE/MIGUEL ANGEL POLO

Martin Hermannsson átti flottan leik í liði Valencia er liðið vann öruggan 18 stiga sigur á Real Madrid í síðari undanúrslitaleik liðanna í úrslitakeppni spænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta, lokatölur 85-67. 

Deildarmeistarar Real Madrid unnu fyrri leik liðanna og þurfti Valencia að eiga einn af sínum betri leikjum til að falla ekki úr leik í kvöld. Það gekk eftir en Martin leiddi liði áfram framan af.

Valencia byrjaði frábærlega og var 15 stigum yfir í hálfleik. Sú forysta jókst aðeins í síðari hálfleik og fór það svo að liðið vann 18 stiga sigur, 85-67, og jafnaði metin í einvíginu. 

Það þarf því nú oddaleik til að skera úr um hvort liðið kemst í úrslit.

Martin spilaði rúmar 19 mínútur í kvöld. Skoraði hann níu stig, gaf fimm stoðsendingar og tók eitt frákast.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.