Átján ára ísköld á ögurstundu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. júní 2021 14:03 Rakel Sara Elvarsdóttir skorar hið afar mikilvæga 24. mark KA/Þórs gegn Val. vísir/hulda margrét Hin átján ára Rakel Sara Elvarsdóttir átti stóran þátt í fyrsta Íslandsmeistaratitli KA/Þórs og sýndi oft stáltaugar þegar mest var undir í úrslitakeppninni. Rakel skoraði 24 mörk í fimm leikjum í úrslitakeppninni í aðeins 31 skoti sem gerir 77 prósent skotnýtingu. Þrjú af þessum 24 mörkum Rakelar voru stærri og mikilvægari en önnur og áttu risastóran þátt í því að KA/Þór vann þrjá leiki. Eftir að hafa tapað fyrsta leiknum gegn ÍBV í undanúrslitunum þurfti KA/Þór að fara til Eyja og vinna til að knýja fram oddaleik. Og það gerðu Akureyringar og unnu 21-24 sigur. Þegar skammt var til leiksloka var staðan jöfn, 21-21, eftir tvö mörk í röð frá ÍBV. Þá skoraði Rakel afar mikilvægt mark af línunni eftir að hafa tekið frákast og kom KA/Þór aftur yfir. Gestirnir skoruðu svo tvö mörk í viðbót og gulltryggðu sér sigurinn. Oddaleikur KA/Þórs og ÍBV var gríðarlega spennandi og úrslitin réðust í framlengingu. Þar steig Rakel fram og skoraði sigurmark Akureyringa þegar hún fór inn úr hægra horninu og setti boltann skemmtilega yfir Mörtu Wawrzykowska í marki Eyjakvenna. Lokatölur 27-26, KA/Þór í vil. Í seinni viðureign Vals og KA/Þórs í endurtók Rakel svo leikinn frá því gegn ÍBV. Í stöðunni 22-23 fyrir Akureyringa fór Rakel inn úr hægra horninu og „hausaði“ Sögu Sif Gísladóttur eins og ekkert væri eðlilegra fyrir átján ára leikmann í stærsta leik sínum á ferlinum. Þessi þrjú mikilvægu mörk Rakelar má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Mikilvæg mörk Rakelar Söru Rakel skoraði alls 75 mörk í deildar- og úrslitakeppninni í vetur og var með 70,1 prósent skotnýtingu. KA/Þór vann alla þrjá titlana sem keppt var um á tímabilinu. Liðið vann Meistarakeppnina eftir sigur á Fram, 23-30, og varð svo deildarmeistari eftir jafntefli við Fram í Safamýrinni, 27-27. Akureyringar settu svo punktinn fyrir aftan frábært tímabil með því að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn á Hlíðarenda í gær. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Liðsheildin í þessu liði er mögnuð Matea Lonac markmaður KA/Þór var í skýjunum með Íslandsmeistaratitilinn eftir leik. 6. júní 2021 18:21 Spennt að komast norður og fagna með fólkinu Aldís Ásta Heimisdóttir hefur spilað frábærlega í úrslitaeinvíginu gegn Val. Hún skoraði 6 mörk í dag og var í skýjunum með Íslandsmeistaratitilinn. 6. júní 2021 18:15 KA/Þór voru langbestar á tímabilinu og áttu þetta skilið Ágúst Þór Jóhannsson þjáfari Vals var súr með silfrið eftir að hafa tapað úrslitaeinvíginu gegn KA/Þór. 6. júní 2021 18:05 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KA/Þór 23-25 | KA/Þór Íslandsmeistari í fyrsta sinn KA/Þór varð í dag Íslandsmeistari í fyrsta sinn eftir sigur á Val, 23-25, í Origo-höllinni. Akureyringar unnu einvígið, 2-0. 6. júní 2021 18:40 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjá meira
Rakel skoraði 24 mörk í fimm leikjum í úrslitakeppninni í aðeins 31 skoti sem gerir 77 prósent skotnýtingu. Þrjú af þessum 24 mörkum Rakelar voru stærri og mikilvægari en önnur og áttu risastóran þátt í því að KA/Þór vann þrjá leiki. Eftir að hafa tapað fyrsta leiknum gegn ÍBV í undanúrslitunum þurfti KA/Þór að fara til Eyja og vinna til að knýja fram oddaleik. Og það gerðu Akureyringar og unnu 21-24 sigur. Þegar skammt var til leiksloka var staðan jöfn, 21-21, eftir tvö mörk í röð frá ÍBV. Þá skoraði Rakel afar mikilvægt mark af línunni eftir að hafa tekið frákast og kom KA/Þór aftur yfir. Gestirnir skoruðu svo tvö mörk í viðbót og gulltryggðu sér sigurinn. Oddaleikur KA/Þórs og ÍBV var gríðarlega spennandi og úrslitin réðust í framlengingu. Þar steig Rakel fram og skoraði sigurmark Akureyringa þegar hún fór inn úr hægra horninu og setti boltann skemmtilega yfir Mörtu Wawrzykowska í marki Eyjakvenna. Lokatölur 27-26, KA/Þór í vil. Í seinni viðureign Vals og KA/Þórs í endurtók Rakel svo leikinn frá því gegn ÍBV. Í stöðunni 22-23 fyrir Akureyringa fór Rakel inn úr hægra horninu og „hausaði“ Sögu Sif Gísladóttur eins og ekkert væri eðlilegra fyrir átján ára leikmann í stærsta leik sínum á ferlinum. Þessi þrjú mikilvægu mörk Rakelar má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Mikilvæg mörk Rakelar Söru Rakel skoraði alls 75 mörk í deildar- og úrslitakeppninni í vetur og var með 70,1 prósent skotnýtingu. KA/Þór vann alla þrjá titlana sem keppt var um á tímabilinu. Liðið vann Meistarakeppnina eftir sigur á Fram, 23-30, og varð svo deildarmeistari eftir jafntefli við Fram í Safamýrinni, 27-27. Akureyringar settu svo punktinn fyrir aftan frábært tímabil með því að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn á Hlíðarenda í gær. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Liðsheildin í þessu liði er mögnuð Matea Lonac markmaður KA/Þór var í skýjunum með Íslandsmeistaratitilinn eftir leik. 6. júní 2021 18:21 Spennt að komast norður og fagna með fólkinu Aldís Ásta Heimisdóttir hefur spilað frábærlega í úrslitaeinvíginu gegn Val. Hún skoraði 6 mörk í dag og var í skýjunum með Íslandsmeistaratitilinn. 6. júní 2021 18:15 KA/Þór voru langbestar á tímabilinu og áttu þetta skilið Ágúst Þór Jóhannsson þjáfari Vals var súr með silfrið eftir að hafa tapað úrslitaeinvíginu gegn KA/Þór. 6. júní 2021 18:05 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KA/Þór 23-25 | KA/Þór Íslandsmeistari í fyrsta sinn KA/Þór varð í dag Íslandsmeistari í fyrsta sinn eftir sigur á Val, 23-25, í Origo-höllinni. Akureyringar unnu einvígið, 2-0. 6. júní 2021 18:40 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjá meira
Liðsheildin í þessu liði er mögnuð Matea Lonac markmaður KA/Þór var í skýjunum með Íslandsmeistaratitilinn eftir leik. 6. júní 2021 18:21
Spennt að komast norður og fagna með fólkinu Aldís Ásta Heimisdóttir hefur spilað frábærlega í úrslitaeinvíginu gegn Val. Hún skoraði 6 mörk í dag og var í skýjunum með Íslandsmeistaratitilinn. 6. júní 2021 18:15
KA/Þór voru langbestar á tímabilinu og áttu þetta skilið Ágúst Þór Jóhannsson þjáfari Vals var súr með silfrið eftir að hafa tapað úrslitaeinvíginu gegn KA/Þór. 6. júní 2021 18:05
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KA/Þór 23-25 | KA/Þór Íslandsmeistari í fyrsta sinn KA/Þór varð í dag Íslandsmeistari í fyrsta sinn eftir sigur á Val, 23-25, í Origo-höllinni. Akureyringar unnu einvígið, 2-0. 6. júní 2021 18:40