Handbolti

Kristján Örn og félagar í góðum málum fyrir lokaumferðina

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Kristján Örn lék með ÍBV áður en hann hélt til Frakklands
Kristján Örn lék með ÍBV áður en hann hélt til Frakklands vísir/bára

Íslenski landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson og félagar hans í PAUC AIX unnu mikilvægan sigur í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

PAUC AIX vann sjö marka sigur á Tremblay, 22-29, og styrkti þar með stöðu sína í fjórða sæti deildarinnar.

Kristján Örn gerði eitt mark úr þremur skotum.

Lokaumferð frönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta fer fram næstkomandi miðvikudag en PSG er búið að tryggja sér meistaratitilinn áttunda árið í röð.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.