Viðskipti erlent

Styrkja ekki þingmenn sem studdu árásina á þinghúsið

Kjartan Kjartansson skrifar
JPMorgan Chase og Co. er stærsti lánveitandi Bandaríkjanna.
JPMorgan Chase og Co. er stærsti lánveitandi Bandaríkjanna. Vísir/EPA

Bandaríska fjármálafyrirtækið JPMorgan hefur ákveðið að gefa ekki fé í kosningasjóði repúblikana sem studdu árás stuðningsmanna Donalds Trump á þinghúsið í janúar. Fyrirtækið ætlar hins vegar að byrja að styrkja stjórnmálamenn aftur eftir stutt hlé.

Mörg fyrirtæki hættu að láta fé af hendi rakna til stjórnmálamanna eftir að æstur múgur stuðningsmanna Trump réðst á þinghúsið til þess að reyna að koma í veg fyrir að þingmenn staðfestu kjör Joes Biden sem forseta 6. janúar.

JPMorgan hefur nú ákveðið að byrja að veita styrki aftur í gegnum pólitíska aðgerðanefnd á vegum þess. Það ætlar hins vegar að hætta að styrkja nokkra af þeim 147 þingmönnum repúblikana sem greiddu atkvæði gegn því að staðfesta kjör Biden sem það hefur gefið fé í gegnum tíðina, að sögn Reuters-fréttastofunnar.

Meirihluti fulltrúadeildarþingmanna repúblikana greiddi atkvæði gegn því að staðfesta úrslit forsetakosninganna jafnvel eftir að múgurinn braust inn í þinghúsið þannig að þingmenn þurftu að fela sig á bak við læstar dyr.

Þingmennirnir, sem ekki voru nefndir sérstaklega í minnisblaði bankans, verða úti í kuldanum hjá JPMorgan fram yfir þingkosningarnar í nóvember á næsta ári. Þá ætlar fyrirtækið að meta stöðuna aftur og ákveða hvort það haldi áfram að gefa þingmönnunum fé.

Repúblikanar í báðum deildum Bandaríkjaþings lögðust gegn þverpólitísku frumvarpi um stofnun óháðrar rannsóknarnefndar til að rannsaka árásina á þinghúsið. Öldungadeildarþingmenn flokksins drápu frumvarpið á endanum með málþófi.


Tengdar fréttir

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
2,68
15
367.908
MAREL
1,59
5
43.026
HAGA
0,8
7
85.510
ICEAIR
0,68
7
1.996
FESTI
0,5
5
80.780

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
-2,34
1
906
ORIGO
-1,69
2
4.060
ICESEA
-1,18
3
6.211
REITIR
0
2
1.028
ISB
0
18
261.603
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.