Kilroy lýkur 1,4 milljarða endurfjármögnun og sækir á nýja markaði Eiður Þór Árnason skrifar 4. júní 2021 10:04 Kilroy rekur ferðaskrifstofur á öllum Norðurlöndunum, Hollandi og Belgíu. Aðsend Ferðaskrifstofan Kilroy International A/S hefur lokið við endurfjármögnun sem nemur 1.400 milljónum króna. Stendur til að nýta fjármagnið til að styrkja rekstur fyrirtækisins og sækja hugsanlega inn á nýja markaði þegar ferðamarkaðir halda áfram að opnast. Kilroy er í meirihlutaeigu fjárfestingafélagsins Íslensk fjárfesting og er um að ræða blöndu af nýju hlutafé og lánsfé sem lagt er fram af núverandi eigendum auk Vækstfonden fjárfestingarsjóðsins í Danmörku og Danske Bank. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kilroy en þar segir að fyrirtækið sé ein af stærri ferðaskrifstofum á Norðurlöndunum og velti jafnvirði 35 milljarða íslenskra króna árið 2019. Fyrirtækið hafi skilað góðum hagnaði síðustu ár og verið skuldlaust fyrir faraldurinn. Standi sterkt í samanburði við helstu keppinauta „Eigendur fyrirtækisins búast við að markaðir taki hratt við sér síðar á þessu ári í kjölfar afléttingar ferðahamla. Við þær aðstæður sé mikilvægt að KILROY sé reiðubúið til að vaxa hratt og í stöðu til að nýta þau tækifæri sem munu skapast á ferðamarkaði, bæði á núverandi og hugsanlega einnig nýjum mörkuðum.“ Fram kemur í tilkynningu að Kilroy hafi orðið fyrir miklu tekjutapi á síðasta ári líkt og flest önnur ferðafyrirtæki. Þrátt fyrir mikið rekstrartap í sögulegu samhengi hafi fyrirtækið komist klakklaust í gegnum þetta tímabil. Þá standi fyrirtækið fjárhagslega sterkt í samanburði við helstu keppinauta sína eftir endurfjármögnunina. Uppsöfnuð ferðaþrá hjá ungu fólki Arnar Þórisson, stjórnarformaður Kilroy, segir ýmis tækifæri í sjónmáli: „Við sjáum skýr merki þess að markaðir séu að taka við sér. Fjöldi fyrirspurna um ferðir hjá Kilroy hefur aukist hröðum skrefum. Það er augljóslega mikil þörf fyrir ráðleggingar ferðasérfræðinga um hvort og hvenær sé óhætt að ferðast til hinna ýmsu staða og þar erum við á heimavelli. Við finnum einnig að það er uppsöfnuð ferðaþrá hjá ungu fólki og við teljum að það gætu skapast tækifæri fyrir Kilroy að sækja inn á nýja markaði á næstu árum.“ Kilroy rekur ferðaskrifstofur á öllum Norðurlöndunum, Hollandi og Belgíu undir nokkrum mismunandi vörumerkjum. Fyrirtækið hefur undanfarin ár velt á fjórða tug milljarða og verið með um það bil 450 starfsmenn, að sögn forstöðumanna. Ferðalög Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Kilroy er í meirihlutaeigu fjárfestingafélagsins Íslensk fjárfesting og er um að ræða blöndu af nýju hlutafé og lánsfé sem lagt er fram af núverandi eigendum auk Vækstfonden fjárfestingarsjóðsins í Danmörku og Danske Bank. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kilroy en þar segir að fyrirtækið sé ein af stærri ferðaskrifstofum á Norðurlöndunum og velti jafnvirði 35 milljarða íslenskra króna árið 2019. Fyrirtækið hafi skilað góðum hagnaði síðustu ár og verið skuldlaust fyrir faraldurinn. Standi sterkt í samanburði við helstu keppinauta „Eigendur fyrirtækisins búast við að markaðir taki hratt við sér síðar á þessu ári í kjölfar afléttingar ferðahamla. Við þær aðstæður sé mikilvægt að KILROY sé reiðubúið til að vaxa hratt og í stöðu til að nýta þau tækifæri sem munu skapast á ferðamarkaði, bæði á núverandi og hugsanlega einnig nýjum mörkuðum.“ Fram kemur í tilkynningu að Kilroy hafi orðið fyrir miklu tekjutapi á síðasta ári líkt og flest önnur ferðafyrirtæki. Þrátt fyrir mikið rekstrartap í sögulegu samhengi hafi fyrirtækið komist klakklaust í gegnum þetta tímabil. Þá standi fyrirtækið fjárhagslega sterkt í samanburði við helstu keppinauta sína eftir endurfjármögnunina. Uppsöfnuð ferðaþrá hjá ungu fólki Arnar Þórisson, stjórnarformaður Kilroy, segir ýmis tækifæri í sjónmáli: „Við sjáum skýr merki þess að markaðir séu að taka við sér. Fjöldi fyrirspurna um ferðir hjá Kilroy hefur aukist hröðum skrefum. Það er augljóslega mikil þörf fyrir ráðleggingar ferðasérfræðinga um hvort og hvenær sé óhætt að ferðast til hinna ýmsu staða og þar erum við á heimavelli. Við finnum einnig að það er uppsöfnuð ferðaþrá hjá ungu fólki og við teljum að það gætu skapast tækifæri fyrir Kilroy að sækja inn á nýja markaði á næstu árum.“ Kilroy rekur ferðaskrifstofur á öllum Norðurlöndunum, Hollandi og Belgíu undir nokkrum mismunandi vörumerkjum. Fyrirtækið hefur undanfarin ár velt á fjórða tug milljarða og verið með um það bil 450 starfsmenn, að sögn forstöðumanna.
Ferðalög Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira