Handbolti

Mót­herji Ólafs og Teits féll á lyfja­prófi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Richard í leik með Elverum sem hann lék með áður en hann færði sig yfir til Svíþjóðar.
Richard í leik með Elverum sem hann lék með áður en hann færði sig yfir til Svíþjóðar. Alex Nicodim/Getty

Richard Hanisch, leikmaður IFK Skövde í sænska handboltanum, féll á lyfjaprófi eftir leik gegn Íslendingaliðinu Kristianstad þann 24. apríl síðastliðinn.

Richard, ásamt einum leikmanni Skövde og tveimur leikmönnum Kristianstad, voru kallaðir í lyfjapróf að handahófi en svar við A-prófi hefur nú greinst jákvætt.

Samkvæmt heimasíðu Skövde er Hanisch miður sín yfir fréttunum en eftir samtal við félagið kemur fram að hann hafi ekki vitað af neinum ólöglegum efnum sem hann hefur tekið inn.

Í fréttinni segir enn fremur að þar sé haldið fram að efnin hafi komið úr fæðubótarefni en beðið sé eftir svari úr B-prófi. Verði það einnig jákvætt er ljóst að Richard sé á leið í bann.

Félagið segist að sjálfsögðu ekki styðjast við lyfjamisnotkun og eiturlyf en Richard og fjölskylda hans fái stuðning Skövde í málinu.

Einnig biður félagið fjölmiðla og aðra að ónáða ekki Robert og fjölskyldu hans er þau takast á við þetta mál.

Ólafur Guðmundsson og Teitur Örn Einarsson leika með Kristianstad en Richard Hanisch er 31 árs og hefur leikið meðal annars með Elverum og HSV á sínum ferli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×