Hafa ekki tapað í 130 daga með Helenu og Hildi og geta orðið meistarar í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2021 16:00 Helena Sverrisdóttir og Hildur Björg Kjartansdóttir eru tvær bestu körfuboltakonur landsins og það er erfitt að eiga við Valsliðið þegar þær eru báðar með Val. Vísir/Bára Valur verður Íslandsmeistari í Domino's deild kvenna í körfubolta vinni liðið Hauka á heimavelli sínum í kvöld. Valsliðið hefur ekki tapað í 130 daga með tvo bestu íslensku leikmennina sína í búning. Valsliðið hefur unnið tvo fyrstu leikina í úrslitaeinvíginu og er búið að vinna alla fimm leiki sína í úrslitakeppninni til þessa. Helena Sverrisdóttir sýndi styrk sinn í leik tvö þar sem hún var einni stoðsendingu frá þrennu og endaði með 21 stig, 15 fráköst og 9 stoðsendingar. Helena er að koma til baka eftir að hafa eignast sitt annað barn og þessi frammistaða lofar ekki góðu fyrir Haukakonur sem hafa ekki ráðið við Vals síðan Helena færði sig yfir. Haukakonur voru frábærar í undanúrslitaeinvíginu á móti Keflavík en hefur enn ekki tekist að vinna Valsliðið á þessu tímabili. Valur vann alla þrjá deildarleiki liðanna og það með 10 stigum, 15 stigum og 8 stigum. Valskonur hafa síðan unnið tvo fyrstu leikina í úrslitaeinvíginu með 13 stigum og 6 stigum. Valsliðið er taplaust frá 17. mars og hefur unnið tólf leiki í röð. Liðið hefur enn fremur aðeins tapað einum af síðustu tuttugu leikjum sínum. Tapleikurinn kom á móti Breiðabliki 17. mars síðastliðinn en í honum lék liðið án Hildi Björgu Kjartansdóttur. Valsliðið hefur aðeins tapað einu sinni með Hildi Björgu í liðinu og sá leikur var á móti Keflavík 23. janúar síðastliðinn. Síðan hafa Valskonur unnið fimmtán leiki í röð með Helenu og Hildi í búning. Alls hafa þær spilað saman í nítján leikjum í vetur og unnið átján þeirra. Helena Sverrisdóttir varð Íslandsmeistari með Haukum vorið 2018 en skipti svo yfir í Val um haustið. Hún hefur aldrei tapað fyrir sínu uppeldisfélagi síðan en Valsliðið hefur unnið 9 leiki í röð á móti Haukum með Helenu Sverrisdóttir innanborðs. Leikur Vals og Hauka hefst klukkan 20.15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport en upphitun hefst á sömu stöð klukkan 19.45. Síðasta tap Valsliðsins á móti Haukum með Helenu í búningi: Aldrei (920 dagar frá fyrsta leik) 9 sigurleikir í röð Síðasta tap Valsliðsins á móti Haukum: 18. desember 2019 (532 dagar) 6 sigurleikir i röð Síðasta tap Valsliðsins með Helenu og Hildi Björgu í búning: 21. janúar 2021 (130 dagar) 15 sigurleikir í röð Síðasta tap Valsliðsins: 17. mars 2021 (77 dagar) 12 sigurleikir í röð Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild kvenna Valur Haukar Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Sjá meira
Valsliðið hefur unnið tvo fyrstu leikina í úrslitaeinvíginu og er búið að vinna alla fimm leiki sína í úrslitakeppninni til þessa. Helena Sverrisdóttir sýndi styrk sinn í leik tvö þar sem hún var einni stoðsendingu frá þrennu og endaði með 21 stig, 15 fráköst og 9 stoðsendingar. Helena er að koma til baka eftir að hafa eignast sitt annað barn og þessi frammistaða lofar ekki góðu fyrir Haukakonur sem hafa ekki ráðið við Vals síðan Helena færði sig yfir. Haukakonur voru frábærar í undanúrslitaeinvíginu á móti Keflavík en hefur enn ekki tekist að vinna Valsliðið á þessu tímabili. Valur vann alla þrjá deildarleiki liðanna og það með 10 stigum, 15 stigum og 8 stigum. Valskonur hafa síðan unnið tvo fyrstu leikina í úrslitaeinvíginu með 13 stigum og 6 stigum. Valsliðið er taplaust frá 17. mars og hefur unnið tólf leiki í röð. Liðið hefur enn fremur aðeins tapað einum af síðustu tuttugu leikjum sínum. Tapleikurinn kom á móti Breiðabliki 17. mars síðastliðinn en í honum lék liðið án Hildi Björgu Kjartansdóttur. Valsliðið hefur aðeins tapað einu sinni með Hildi Björgu í liðinu og sá leikur var á móti Keflavík 23. janúar síðastliðinn. Síðan hafa Valskonur unnið fimmtán leiki í röð með Helenu og Hildi í búning. Alls hafa þær spilað saman í nítján leikjum í vetur og unnið átján þeirra. Helena Sverrisdóttir varð Íslandsmeistari með Haukum vorið 2018 en skipti svo yfir í Val um haustið. Hún hefur aldrei tapað fyrir sínu uppeldisfélagi síðan en Valsliðið hefur unnið 9 leiki í röð á móti Haukum með Helenu Sverrisdóttir innanborðs. Leikur Vals og Hauka hefst klukkan 20.15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport en upphitun hefst á sömu stöð klukkan 19.45. Síðasta tap Valsliðsins á móti Haukum með Helenu í búningi: Aldrei (920 dagar frá fyrsta leik) 9 sigurleikir í röð Síðasta tap Valsliðsins á móti Haukum: 18. desember 2019 (532 dagar) 6 sigurleikir i röð Síðasta tap Valsliðsins með Helenu og Hildi Björgu í búning: 21. janúar 2021 (130 dagar) 15 sigurleikir í röð Síðasta tap Valsliðsins: 17. mars 2021 (77 dagar) 12 sigurleikir í röð Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Síðasta tap Valsliðsins á móti Haukum með Helenu í búningi: Aldrei (920 dagar frá fyrsta leik) 9 sigurleikir í röð Síðasta tap Valsliðsins á móti Haukum: 18. desember 2019 (532 dagar) 6 sigurleikir i röð Síðasta tap Valsliðsins með Helenu og Hildi Björgu í búning: 21. janúar 2021 (130 dagar) 15 sigurleikir í röð Síðasta tap Valsliðsins: 17. mars 2021 (77 dagar) 12 sigurleikir í röð
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild kvenna Valur Haukar Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Sjá meira