Um 184 þúsund manns nýttu sér ferðagjöfina, þar af 158 þúsund að fullu. Notaðar ferðagjafir námu 899 milljónum króna.
Flestir notuðu ferðagjöfina sína á veitingastöðum, sem höfðu 346 milljónir í tekjur af gjöfinni. Alls var 221 milljón notuð á gististöðum, 206 milljónir í afþreyingu og 93 milljónir í samgöngur.
Ferðagjöf FlyOver Iceland nam 48 milljónum króna en þar á eftir komu Olíuverzlun Íslands með 35 milljónir, N1 með 34 milljónir, Íslandshótel með 30 milljónir og KFC með 26 milljónir.