Golf

Ragn­hildur sló vallar­metið en Guð­rún Brá og Aron Snær stóðu uppi sem sigur­vegarar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðrún Brá spilaði flott golf um helgina.
Guðrún Brá spilaði flott golf um helgina. gsimyndir.net

Þriðja og síðasta hringnum á B59 Hotel mótinu lauk í dag en mótið er hluti af stigamótaröð GSÍ og telur einnig til stiga á heimslista.

B59 Hotel mótið á Akranesi er annað í röðinni á þessu tímabili en ÍSAM mótið fór fram um síðustu helgi hjá GM í Mosfellsbæ.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, úr GK, stóð uppi sem sigurvegari í kvennaflokki en hún spilaði samanlagt á tíu höggum undir pari.

Ragnhildur Kristinsdóttir, úr GR, spilaði þó besta hring dagsins en hún spilaði á 63 höggum og sló þar með vallarmet.

Hún endaði í öðru sætinu á sex höggum undir pari en Andrea Ýr Ásmundsdóttir, úr GA, var í þriðja sætinu.

Hjá körlunum hélt Aron Snær Júlíusson, úr GKG, forystunni og vann að endingu á sjö höggum undir pari en hann var einnig í forystu eftir annan hringinn.

Kollegi Arons úr GKG, Ragnar Már Garðarsson, kom næstur á fjórum höggum undir pari og Kristófer Karlsson, úr GM, var í þriðja sætinu á þremur undir pari.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.