Þrír flóttamenn á sviðinu í Rotterdam Heimsljós 19. maí 2021 13:19 Fulltrúi Svía EBU / ANDRES PUTTING Flóttafólk er meðal keppenda í Eurovision. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) lýsir yfir ánægju sinni með þátttöku þriggja keppenda í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem eiga sér fortíð sem flóttafólk. Keppnin fer fram í Rotterdam í þessari viku sem kunnugt er og lýkur með úrslitakeppni á laugardagskvöld. Keppendur þrír eru þessir: Manizha – tónlistarkona, söngkona og góðgerðarsendiherra UNHCR, fulltrúi Rússlands. Hún flúði frá Tadsíkistan árið 1994 á tímum átaka og talar máli flóttafólks hvarvetna í heiminum. Tousin „Tusse“ Chiza – tónlistarmaður og söngvari keppir fyrir hönd Svía. Hann er fæddur í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó en fékk hæli í Svíþjóð eftir að hafa dvalið í flóttamannabúðum í Úganda í þrjú ár. Ahmad Joudeh – hollenskur ballettdansari frá Sýrlandi. Hann kemur fram í hléi annað kvöld í síðari undanúrslitum keppninnar í verki sem kallast „Close Encounters of a Special Kind“ og fjallar um náttúrulega löngun mannsins til að samskipta og sameiginlegs skilnings. Í frétt Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) er þeim þremur óskað góðs gengis og stofnunin kveðst vænta góðrar skemmtunar! Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Eurovision Flóttamenn Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent
Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) lýsir yfir ánægju sinni með þátttöku þriggja keppenda í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem eiga sér fortíð sem flóttafólk. Keppnin fer fram í Rotterdam í þessari viku sem kunnugt er og lýkur með úrslitakeppni á laugardagskvöld. Keppendur þrír eru þessir: Manizha – tónlistarkona, söngkona og góðgerðarsendiherra UNHCR, fulltrúi Rússlands. Hún flúði frá Tadsíkistan árið 1994 á tímum átaka og talar máli flóttafólks hvarvetna í heiminum. Tousin „Tusse“ Chiza – tónlistarmaður og söngvari keppir fyrir hönd Svía. Hann er fæddur í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó en fékk hæli í Svíþjóð eftir að hafa dvalið í flóttamannabúðum í Úganda í þrjú ár. Ahmad Joudeh – hollenskur ballettdansari frá Sýrlandi. Hann kemur fram í hléi annað kvöld í síðari undanúrslitum keppninnar í verki sem kallast „Close Encounters of a Special Kind“ og fjallar um náttúrulega löngun mannsins til að samskipta og sameiginlegs skilnings. Í frétt Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) er þeim þremur óskað góðs gengis og stofnunin kveðst vænta góðrar skemmtunar! Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Eurovision Flóttamenn Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent