Handbolti

Aron dældi út stoð­sendingum í Meistara­deildar­sigri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron Pálmarsson var magnaður í kvöld.
Aron Pálmarsson var magnaður í kvöld. Getty/Martin Rose

Aron Pálmarsson var funheitur er Barcelona vann fjögurra marka sigur á HC Meshkov Brest, 33-29, á útivelli í kvöld.

Börsungar voru 17-16 yfir í hálfleik en eftir spennandi leik höfðu þeir spænsku betur að endingu.

Aron skoraði fimm mörk og hann bætti við fjórtán stoðsendingum. Rosalegur leikur hjá landsliðsfyrirliðanum.

Hann var næst markahæstur hjá Börsungum en Frakkinn Dika Mem átti frábæran leik. Hann gerði tíu mörk í tólf skotum.

Leikurinn var fyrri leikur liðanna í átta liða úrslitunum en þau mætast í næstu viku í Barcelona.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.