Viðskipti innlent

Ráðin lög­fræðingur hjá Nas­daq á Ís­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Adela Lubina.
Adela Lubina. Nasdac á Íslandi

Adela Lubina hefur verið ráðin sem lögfræðingur á lögfræðisviði hjá Nasdaq kauphöllinni á Íslandi og Nasdaq verðbréfamiðstöð.

Í tilkynningu kemur fram að Adela muni meðal annars sinna ráðgjöf og stuðningi við eftirlit Kauphallarinnar sem og við innleiðingu á MiFID II regluverkinu sem er ætlað að auka fjárfestavernd og gagnsæi í viðskiptum á markaði og stefnt er að verði innleitt á árinu.

­Þá mun Adela annast lögfræðiráðgjöf í tengslum við innleiðingu á nýjum vörum og þjónustu hjá Nasdaq verðbréfamiðstöð.

Adela lauk BA prófi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2014 og meistaraprófi frá sama skóla árið 2016. Þá hefur hún lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Áður en Adela kom til starfa hjá Nasdaq starfaði hún sem lögfræðingur hjá Íslandsbanka,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×