Neytendur

Bein útsending: Með allt í fanginu - hegðun viðskiptavina stórmarkaða

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Valdimar tekur til máls klukkan 12.
Valdimar tekur til máls klukkan 12.

Valdimar Sigurðsson, prófessor við viðskiptadeild, flytur þriðjudagsfyrirlestur HR og Vísis um kauphegðun. Fyrirlesturinn hefst klukkan 12.

Valdimar hefur um árabil stundað rannsóknir á kauphegðun út frá ýmsum mælikvörðum. Í erindinu verður fjallað um mikilvægi þess að gera rannsóknir á neytendahegðun í verslunum, bæði þeim hefðbundnu sem og netverslunum, ekki einungis út frá rekstrarlegum forsendum, heldur einnig út frá þáttum eins og heilbrigði og sjálfbærni.

Kauphegðun er að breytast. Gömul verslunarlíkön, niðurstöður og aðferðafræði gilda ekki lengur og verslanir þurfa að aðlagast og rannsaka hvort að þær geti sinnt neytendum betur með snjöllum lausnum. Í erindinu mun Valdimar fara í gegnum ferðalög neytenda um verslanir og hvernig þau eru rannsökuð, meðal annars með myndavélum, greiningartækjum og tilraunum. Ljóst er að ábyrgð bæði verslana og viðskiptavina er mikil. Hverju er ýtt að okkur og hvað erum við að ýta undir?

Rætt verður um mikilvægi innkaupakerra, mikilvægi dóma og sölu frá öðrum neytendum, verðlagningu, dekkun verslunar, mikilvægi tíma og mælinga á gönguhraða, lengd innkaupa og hagkvæmni og af hverju verslanir sóa tíma neytenda. Neytendur velja og þeirra val verður að skilja.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×