Viðar Örn: Eins og íslenskt rallý á móti Formúlu 1 Gunnar Gunnarsson skrifar 10. maí 2021 22:35 Viðar var svekktur maður í kvöld. vísir/vilhelm Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, segir það mikil vonbrigði að liðinu hafi ekki tekist að halda sæti sínu í úrvalsdeild karla í körfuknattleik. Liðið féll í kvöld eftir 62-74 tap í lokaumferðinni gegn Keflavík. „Líðan er slæm. Maður er eins og tóm blaðra,“ voru fyrstu orð Viðars eftir leikinn. „Við gerðum hlutina almennt ágætlega en skotin fóru ekki niður, við vorum með 17% þriggja stiga nýtingu. Til að vinna besta lið landsins hefðum við þurft að hitta á hörkuleik. Þeir voru betri og lölluðu í gegnum þetta.“ Deildin orðin ógnarsterk Þetta er í fjórða sinn sem Höttur spilar í úrvalsdeildinni. Árið 2005 var Viðar leikmaður en þjálfari 2015 og 2017. Í öll skiptin hefur liðið fallið strax niður aftur, en aldrei náð nærri eins mörgum stigum og nú, 14 eða verið jafn nærri að halda sér uppi. Í flestum árum hefði þessi stigafjöldi dugað til að haldast uppi. „Það er allt á fullu í kollinum á manni núna. Ég er mjög, mjög svekktur og vonsvikinn. Ég hef fengið það traust að setja saman þetta lið eins og ég vildi það til að búa til gott lið. Það er því mín ábyrgð að það hafi ekki haldið sér í deildinni en ég tek því. Ef liðið hefði haldið sér uppi hefði ég fengið klapp á bakið og því tek ég skellinn núna. Deildin í vetur hefur verið allt öðruvísi en þau ár sem ég hef áður verið í henni, ógnarsterk. Þetta er orðið eins og íslenskt rallý í samkeppni við Formúlu 1. Við töldum okkur með sterkt lið en það vantaði töluvert upp á. Ég er þó ánægður með að ég sem þjálfari, við sem einstaklingar og félagið í heild höfum þroskast við mótlæti í vetur. Við erum orðin betri en ekki nógu góð. Ef mín bíður ekki uppsagnarbréf í fyrramálið þá finnum við saman leið. Við þurfum að bæta deildina áfram og efla yngri flokkana. Við förum í fyrstu deildina til að vinna hana og fara beint upp. Okkar yfirmarkmið er að vera með gott úrvalsdeildarlið og styðja við öflugt körfuknattleiksstarf á Austurlandi. Ég sagði við fólk í dag að hvernig sem færi í kvöld væri þetta ekki spurning um að fara að grenja. Þótt ég hafi heitið því að sýna ekki tilfinningar eru þær við að brjótast út. En þótt ég sé drullusvekktur þýðir ekki að leggjast niður.“ Viðar kvaðst ekki geta svarað neinu um framtíð leikmanna Hattar. „Það hefur enginn pælt í því. Það hefur verið spilað stíf og leikirnir verið stórir upp á síðkastið. Allir hafa gert sitt besta til að Höttur geti verið í úrvalsdeild. Vonandi höldum við mörgum því það verður áfram körfubolti á Egilsstöðum.“ Dominos-deild karla Höttur Tengdar fréttir Hjalti: Eins og leikur í úrslitakeppni Hjalti Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, sagði sitt lið hafa þurft að hafa fyrir hlutunum í 62-74 sigri á Hetti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. Keflavík vann deildakeppnina með yfirburðum en Höttur féll. 10. maí 2021 22:11 Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Keflavík 62-74 | Seigla Keflavíkur felldi Hött Höttur er fallinn úr úrvalsdeild karla í körfuknattleik eftir 62-74 tap gegn deildarmeisturum Keflavíkur á Egilsstöðum í kvöld. Keflavík nýtti skot sín í seinni hálfleik en tilraunir Hattar geiguðu. 10. maí 2021 20:55 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Sjá meira
„Líðan er slæm. Maður er eins og tóm blaðra,“ voru fyrstu orð Viðars eftir leikinn. „Við gerðum hlutina almennt ágætlega en skotin fóru ekki niður, við vorum með 17% þriggja stiga nýtingu. Til að vinna besta lið landsins hefðum við þurft að hitta á hörkuleik. Þeir voru betri og lölluðu í gegnum þetta.“ Deildin orðin ógnarsterk Þetta er í fjórða sinn sem Höttur spilar í úrvalsdeildinni. Árið 2005 var Viðar leikmaður en þjálfari 2015 og 2017. Í öll skiptin hefur liðið fallið strax niður aftur, en aldrei náð nærri eins mörgum stigum og nú, 14 eða verið jafn nærri að halda sér uppi. Í flestum árum hefði þessi stigafjöldi dugað til að haldast uppi. „Það er allt á fullu í kollinum á manni núna. Ég er mjög, mjög svekktur og vonsvikinn. Ég hef fengið það traust að setja saman þetta lið eins og ég vildi það til að búa til gott lið. Það er því mín ábyrgð að það hafi ekki haldið sér í deildinni en ég tek því. Ef liðið hefði haldið sér uppi hefði ég fengið klapp á bakið og því tek ég skellinn núna. Deildin í vetur hefur verið allt öðruvísi en þau ár sem ég hef áður verið í henni, ógnarsterk. Þetta er orðið eins og íslenskt rallý í samkeppni við Formúlu 1. Við töldum okkur með sterkt lið en það vantaði töluvert upp á. Ég er þó ánægður með að ég sem þjálfari, við sem einstaklingar og félagið í heild höfum þroskast við mótlæti í vetur. Við erum orðin betri en ekki nógu góð. Ef mín bíður ekki uppsagnarbréf í fyrramálið þá finnum við saman leið. Við þurfum að bæta deildina áfram og efla yngri flokkana. Við förum í fyrstu deildina til að vinna hana og fara beint upp. Okkar yfirmarkmið er að vera með gott úrvalsdeildarlið og styðja við öflugt körfuknattleiksstarf á Austurlandi. Ég sagði við fólk í dag að hvernig sem færi í kvöld væri þetta ekki spurning um að fara að grenja. Þótt ég hafi heitið því að sýna ekki tilfinningar eru þær við að brjótast út. En þótt ég sé drullusvekktur þýðir ekki að leggjast niður.“ Viðar kvaðst ekki geta svarað neinu um framtíð leikmanna Hattar. „Það hefur enginn pælt í því. Það hefur verið spilað stíf og leikirnir verið stórir upp á síðkastið. Allir hafa gert sitt besta til að Höttur geti verið í úrvalsdeild. Vonandi höldum við mörgum því það verður áfram körfubolti á Egilsstöðum.“
Dominos-deild karla Höttur Tengdar fréttir Hjalti: Eins og leikur í úrslitakeppni Hjalti Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, sagði sitt lið hafa þurft að hafa fyrir hlutunum í 62-74 sigri á Hetti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. Keflavík vann deildakeppnina með yfirburðum en Höttur féll. 10. maí 2021 22:11 Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Keflavík 62-74 | Seigla Keflavíkur felldi Hött Höttur er fallinn úr úrvalsdeild karla í körfuknattleik eftir 62-74 tap gegn deildarmeisturum Keflavíkur á Egilsstöðum í kvöld. Keflavík nýtti skot sín í seinni hálfleik en tilraunir Hattar geiguðu. 10. maí 2021 20:55 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Sjá meira
Hjalti: Eins og leikur í úrslitakeppni Hjalti Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, sagði sitt lið hafa þurft að hafa fyrir hlutunum í 62-74 sigri á Hetti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. Keflavík vann deildakeppnina með yfirburðum en Höttur féll. 10. maí 2021 22:11
Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Keflavík 62-74 | Seigla Keflavíkur felldi Hött Höttur er fallinn úr úrvalsdeild karla í körfuknattleik eftir 62-74 tap gegn deildarmeisturum Keflavíkur á Egilsstöðum í kvöld. Keflavík nýtti skot sín í seinni hálfleik en tilraunir Hattar geiguðu. 10. maí 2021 20:55