Körfubolti

Kjartan, Teitur og Benni skipta á milli leikjanna í beinni í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það verður spennan á mörgum stöðum í kvöld. Valsmenn verða að vinna ætli þeir að ná fjórða sætinu.
Það verður spennan á mörgum stöðum í kvöld. Valsmenn verða að vinna ætli þeir að ná fjórða sætinu. Vísir/Hulda Margrét

Kjartan Atli Kjartansson og félagar í Domino´s Körfuboltakvöldi ætla að bjóða upp á mjög sérstaka útgáfu af Domino´s Tilþrifunum í kvöld í tilefni af því að þá fer fram lokaumferð Domino´s deildar karla í körfubolta.

Þrjú félög keppa um einn heimavallarrétt í boði (KR, Grindavík og Valur), fjögur lið keppa um tvö laus sæti í úrslitakeppninni (Tindastóll, Þór Akureyri, Njarðvík og ÍR) og tvö lið reyna að bjarga sér frá falli úr deildinni (Njarðvík og Höttur).

Kjartan Atli Kjartansson verður með sérfræðingana Benedikt Guðmundsson og Teit Örlygsson með sér í settinu og hefst útsendingin á Stöð 2 Sport klukkan 18.45 eða hálftíma fyrir leiki kvöldsins.

Kjartan Atli, Teitur og Benni munu þar skipta á milli leikjanna sem fara fram í lokaumferðinni og sýna frá þeim leikjum sem spennan er mest.

Leikirnir á Egilsstöðum (Höttur-Keflavík) og í Njarðvík (Njarðvík-Þór Þorl.) ráða til um fallið, leikirnir í Vesturbænum (KR-ÍR) og á Hlíðarenda (Valur-Grindavík) ráða því hvaða lið fær fjórða sætið og allir leikir nema þeir á Hlíðarenda (Valur-Grindavík) og Egilsstöðum (Höttur-Keflavík) hafa áhrif á það hvaða tvö lið tryggja sér síðustu sætin inn í úrslitakeppnina.

Leikur Vals og Grindavíkur verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 en í þessari sögulegu Körfuboltamessu þá verða í raun allir leikir lokaumferðarinnar í beinni. Hoppað verður nefnilega á milli leikjanna sex. Eftir leikina verður síðan farið yfir úrslitin.

Leikir lokaumferðarinnar eru eftirtaldir:

  • Þór Akureyri - Haukar
  • Höttur - Keflavík
  • Valur - Grindavík
  • Tindastóll - Stjarnan
  • KR - ÍR
  • Njarðvík - Þór ÞorlákshöfnFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.