Hatrið ekki slíkt að menn vilji láta Njarðvík falla Sindri Sverrisson skrifar 10. maí 2021 11:31 Logi Gunnarsson og félagar í Njarðvík gætu þurft aðstoð frá Herði Axel Vilhjálmssyni og félögum í Keflavík í kvöld. Samsett/Vilhelm Keflvíkingar gætu komist í þá stöðu í kvöld að geta sent erkifjendur sína í Njarðvík niður í 1. deild, með því að tapa gegn Hetti á Egilsstöðum. Þeir hafa hins vegar meiri áhuga á því Njarðvík haldi sér uppi og að liðin mætist í úrslitakeppninni. „Við viljum alls ekki að Njarðvík falli,“ segir Keflvíkingurinn og stórskyttan Magnús Þór Gunnarsson sem Vísir fékk til að varpa ljósi á ríginn á milli félaganna í Reykjanesbæ. Magnús, sem lagði skóna á hilluna fyrir tveimur árum, segir að Keflvíkingar muni ekki halda aftur af sér á Egilsstöðum í kvöld, þrátt fyrir að hafa þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn. Höttur þarf að vinna Keflavík til að halda sér uppi, og treysta á að Njarðvík tapi gegn Þór Þorlákshöfn. „Það er mikill misskilningur í gangi með þetta. Það er vissulega mikill rígur á milli liðanna og menn vilja að hinir tapi, en það er bara svo asnalegt og lélegt fyrir körfuboltann ef að Njarðvík fellur. Keflvíkingar eru ekki að fara að mæta, eins og heyrst hefur, með eitthvað unglingaflokkslið á Egilsstaði. Keflavík er bara að fara að gíra sig upp í úrslitakeppni, ætlar að taka Hött og Njarðvík myndi þá halda sér uppi. Það er ekki þannig í Keflavík að hatrið sé það mikill að menn vilji láta Njarðvík falla,“ segir Magnús. Þá er eins gott að Þórólfur hleypi mörgum í höllina Það er vel mögulegt að í stað þess að Njarðvík falli þá mæti liðið Keflavík í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar. „Ég held að Keflavík myndi frekar vilja rústa Hött og vona að Njarðvík vinni Þór Þorlákshöfn, svo að Keflavík og Njarðvík mætist í 8-liða úrslitum. Það er mikið skemmtilegra heldur en að gera grín að Njarðvík í 1. deild. Það á ekki við,“ segir Magnús sem segir að ef til þess kæmi að Njarðvík félli þá yrði sérstaklega erfitt að horfa upp á vin sinn Loga Gunnarsson bíta í það súra epli. Njarðvíkingar geta ekki andað rólega fyrr en í fyrsta lagi að leik loknum í kvöld: „Þeir eru í 9. sæti og það er hrikalegt fyrir Njarðvíkinga. Þeir þurfa að klára þetta tímabil með sæmd og vinna Þór Þorlákshöfn, og ef að Haukar vinna Þór Akureyri þá fáum við Keflavík gegn Njarðvík í úrslitakeppninni. Þá er eins gott að Þórólfur hleypi helst þúsund manns í höllina þannig að það verði almennilegt stuð hér í Reykjanesbæ.“ Stöð 2 Sport mun sýna frá öllum völlum í lokaumferðinni í sérstakri Körfuboltakvöldmessu í kvöld og hefst útsending kl. 18.45. Dominos-deild karla Keflavík ÍF UMF Njarðvík Reykjanesbær Mest lesið Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Erfitt að fara fram úr rúminu Handbolti Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Sjá meira
„Við viljum alls ekki að Njarðvík falli,“ segir Keflvíkingurinn og stórskyttan Magnús Þór Gunnarsson sem Vísir fékk til að varpa ljósi á ríginn á milli félaganna í Reykjanesbæ. Magnús, sem lagði skóna á hilluna fyrir tveimur árum, segir að Keflvíkingar muni ekki halda aftur af sér á Egilsstöðum í kvöld, þrátt fyrir að hafa þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn. Höttur þarf að vinna Keflavík til að halda sér uppi, og treysta á að Njarðvík tapi gegn Þór Þorlákshöfn. „Það er mikill misskilningur í gangi með þetta. Það er vissulega mikill rígur á milli liðanna og menn vilja að hinir tapi, en það er bara svo asnalegt og lélegt fyrir körfuboltann ef að Njarðvík fellur. Keflvíkingar eru ekki að fara að mæta, eins og heyrst hefur, með eitthvað unglingaflokkslið á Egilsstaði. Keflavík er bara að fara að gíra sig upp í úrslitakeppni, ætlar að taka Hött og Njarðvík myndi þá halda sér uppi. Það er ekki þannig í Keflavík að hatrið sé það mikill að menn vilji láta Njarðvík falla,“ segir Magnús. Þá er eins gott að Þórólfur hleypi mörgum í höllina Það er vel mögulegt að í stað þess að Njarðvík falli þá mæti liðið Keflavík í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar. „Ég held að Keflavík myndi frekar vilja rústa Hött og vona að Njarðvík vinni Þór Þorlákshöfn, svo að Keflavík og Njarðvík mætist í 8-liða úrslitum. Það er mikið skemmtilegra heldur en að gera grín að Njarðvík í 1. deild. Það á ekki við,“ segir Magnús sem segir að ef til þess kæmi að Njarðvík félli þá yrði sérstaklega erfitt að horfa upp á vin sinn Loga Gunnarsson bíta í það súra epli. Njarðvíkingar geta ekki andað rólega fyrr en í fyrsta lagi að leik loknum í kvöld: „Þeir eru í 9. sæti og það er hrikalegt fyrir Njarðvíkinga. Þeir þurfa að klára þetta tímabil með sæmd og vinna Þór Þorlákshöfn, og ef að Haukar vinna Þór Akureyri þá fáum við Keflavík gegn Njarðvík í úrslitakeppninni. Þá er eins gott að Þórólfur hleypi helst þúsund manns í höllina þannig að það verði almennilegt stuð hér í Reykjanesbæ.“ Stöð 2 Sport mun sýna frá öllum völlum í lokaumferðinni í sérstakri Körfuboltakvöldmessu í kvöld og hefst útsending kl. 18.45.
Dominos-deild karla Keflavík ÍF UMF Njarðvík Reykjanesbær Mest lesið Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Erfitt að fara fram úr rúminu Handbolti Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Sjá meira