Hvað hefur þú að fela strákur? Gunnar Dan Wiium skrifar 10. maí 2021 11:20 Í kvöld fórum við hjónin og sáum hina ótextuðu Promising Young Woman í Laugarásbíó. Hún var ótextuð líklega vegna þess að „einhverjum“ hefur þótt viðeigandi að setja hana skyndilega í sýningu í kjölfar atburða og stemningu liðinar viku. Og viti menn, vægast sagt viðeigandi. Rosaleg ræma sem tikkar í öll boxin, allt það sem ég hef lesið í fjölmiðlum þessa viku kemur þarna fram. Ég hef átt erfitt með að staðsetja mig í þessu öllu saman með #metoo, eins og það sé innprentað í dna’ið mitt einhverskonar geranda meðvirknis strengur. Kannski er strengurinn afleiða eða karma ofbeldis karlmanna í garð kvenna í gegnum árþúsundir. Kannski er ég þjakaður af erfðasynd sem hefur skert sýn mína eða aftrað mér hvað varðar hreina afstöðu. Einhverskonar innprentuð skömm eða sekt fyrir brot minna meðbræðra, forfeðra. Kannski hefur þessi erfðasynd skert sýn mína á möguleg eigin brot gegn konum í þessu lífi. Þetta eru spurningar sem mér þykir vert að spyrja. Ég þarf greinilega að breytast, þroskast. Hvenær var það normið eiginlega að ég ætti ekki að breytast, „þetta hefur alltaf verið svona“ hugarfar. Ég þarf að breytast og vaxa sem manneskja og með því axla ég ábyrgð og raunverulega skila skömminni sem situr á mér eins og mara. Metoo byltingin er hér svo ég geti skoðað og rýnt, rýnt í eigin hugsanir, skúmaskot, samskipti og svo framvegis. Í stóra salnum í Laugarásbíó í kvöld voru skítnar 12 hræður. Miðað við hvað allir geta haft skoðanir og þóst vita allan fokking skít um sekt og sakleysi, ábyrgð og heiðarleika, finnst mér að salurinn hefði átt að vera fullur í kvöld. Það komin tími til breytinga, heilunar. Það er komin tími samruna og kærleiks en til þess þarf sannleikurinn að stíga fram. Hvernig komum við fram strákar? Hvernig hefur þú hagað þér strákur? Hvað hefur þú að fela strákur? Sannleikurinn gerir mig frjálsan og megi ég finna hann nú. Höfundur er smíðakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein MeToo Jafnréttismál Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Þjóðarsöfn: Menningarleg stjórnarskrá Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Gleðilegt siðbótarár Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Uppáhaldsbókstafurinn Fastir pennar Borg fyrir bíla Fastir pennar Ákvörðun Þórólfs Fastir pennar Sameinaður Eyjafjörður Davíð Stefánsson Skoðun Á ábyrgð Sjálfstæðisflokks Fastir pennar Upplausn innan Evrópusambandsins Fastir pennar Gömlu gildin Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Skoðun Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Í kvöld fórum við hjónin og sáum hina ótextuðu Promising Young Woman í Laugarásbíó. Hún var ótextuð líklega vegna þess að „einhverjum“ hefur þótt viðeigandi að setja hana skyndilega í sýningu í kjölfar atburða og stemningu liðinar viku. Og viti menn, vægast sagt viðeigandi. Rosaleg ræma sem tikkar í öll boxin, allt það sem ég hef lesið í fjölmiðlum þessa viku kemur þarna fram. Ég hef átt erfitt með að staðsetja mig í þessu öllu saman með #metoo, eins og það sé innprentað í dna’ið mitt einhverskonar geranda meðvirknis strengur. Kannski er strengurinn afleiða eða karma ofbeldis karlmanna í garð kvenna í gegnum árþúsundir. Kannski er ég þjakaður af erfðasynd sem hefur skert sýn mína eða aftrað mér hvað varðar hreina afstöðu. Einhverskonar innprentuð skömm eða sekt fyrir brot minna meðbræðra, forfeðra. Kannski hefur þessi erfðasynd skert sýn mína á möguleg eigin brot gegn konum í þessu lífi. Þetta eru spurningar sem mér þykir vert að spyrja. Ég þarf greinilega að breytast, þroskast. Hvenær var það normið eiginlega að ég ætti ekki að breytast, „þetta hefur alltaf verið svona“ hugarfar. Ég þarf að breytast og vaxa sem manneskja og með því axla ég ábyrgð og raunverulega skila skömminni sem situr á mér eins og mara. Metoo byltingin er hér svo ég geti skoðað og rýnt, rýnt í eigin hugsanir, skúmaskot, samskipti og svo framvegis. Í stóra salnum í Laugarásbíó í kvöld voru skítnar 12 hræður. Miðað við hvað allir geta haft skoðanir og þóst vita allan fokking skít um sekt og sakleysi, ábyrgð og heiðarleika, finnst mér að salurinn hefði átt að vera fullur í kvöld. Það komin tími til breytinga, heilunar. Það er komin tími samruna og kærleiks en til þess þarf sannleikurinn að stíga fram. Hvernig komum við fram strákar? Hvernig hefur þú hagað þér strákur? Hvað hefur þú að fela strákur? Sannleikurinn gerir mig frjálsan og megi ég finna hann nú. Höfundur er smíðakennari.
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar