Viðskipti innlent

Maríjon snýr aftur í einkageirann

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Maríjon Ósk Nóadóttir hefur hafið störf hjá Kvis.
Maríjon Ósk Nóadóttir hefur hafið störf hjá Kvis.

Maríjon Ósk Nóadóttir hefur verið ráðin til almannatengslafyrirtækisins Kvis og kemur til með að sinna fjölmiðla- og lögfræðiráðgjöf hjá fyrirtækinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kvis.

Maríjon sem er með meistaragráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands kemur yfir til Kvis frá Póst- og fjarskiptastofnun. Þar starfaði hún síðastliðin sex ár sem lögfræðingur og sinnti meðal annars úrlausn ágreiningsmála og almennri ráðgjöf á fjarskiptasviði. Áður en hún hóf störf hjá Póst- og fjarskiptastofnun vann hún sem fulltrúi hjá Nordik lögfræðiþjónustu.

„Ég er mjög spennt að vera komin aftur yfir í einkageirann og tekst með glöðu geði á við öll þau verkefni sem fjölmiðlaheimurinn hefur upp á að bjóða. Reynsla mín og þekking á fjarskiptaumhverfinu mun einnig koma sér vel þar sem að fjölmiðlar og fjarskipti eru sífellt meira að tvinnast saman. Það eru spennandi tímar framundan,“ segir Maríjon Ósk í tilkynningu.

Kvis var stofnað árið 2015 og sérhæfir sig í almannatengslum og ráðgjöf á sviði fjölmiðlunar en á meðal viðskiptavina fyrirtækisins eru Malbikstöðin, Netflix og Securitas.

„Það er mikill fengur í Maríjon fyrir núverandi og verðandi viðskiptavini og veit ég það manna best eftir sameiginlega skólagöngu og áralangt samstarf með henni. Hún er ákveðin, skemmtileg og öflug kona og ekki skemmir svo fyrir að við þurfum báðar að lifa með því að eiga engar nöfnur. Við skiljum hvor aðra,“ segir Hödd Vilhjálmsdóttir framkvæmdastjóri Kvis.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
2,98
15
198.055
HAGA
1,69
15
284.591
SVN
1,13
43
230.151
SJOVA
1,07
7
114.523
ICEAIR
1,04
95
128.318

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
-0,68
19
214.289
ICESEA
-0,57
2
10.530
BRIM
-0,55
7
12.308
ORIGO
-0,39
2
1.771
VIS
-0,3
5
197.500
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.