Handbolti

Lærisveinar Guðjóns Vals nálgast Bundesliguna

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar Gummersbach.
Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar Gummersbach. vísir/Getty

Sex Íslendingar voru að störfum í þýska handboltanum í kvöld.

Alexander Petterson gerði eitt mark í öruggum sigri Flensburg á Wetzlar, 32-24.

Gunnar Steinn Jónsson og Arnar Freyr Arnarsson komust hvorugir á blað í Íslendingaslag Melsungen og Göppingen sem lauk með átta marka sigri, Melsungen, 31-23. Landsliðsþjálfari Íslands, Guðmundur Guðmundsson, þjálfar Melsungen.

Í B-deildinni bar Íslendingalið Gummersbach sigurorð af Eisenach, 27-35. Elliði Snær Viðarsson gerði þrjú mörk fyrir Gummersbach sem þjálfað er af Guðjóni Val Sigurðssyni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.