Bjarki: Það spáðu okkur allir tólfta sæti og að við ættum bara að éta skít og skömm og falla með sæmd Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. maí 2021 20:32 Bjarki Ármann Oddson var gríðarlega sáttur í leikslok. Bjarki Ármann Oddson, þjálfari Þórs Akureyri gat andað léttar í leikslok eftir gríðarlega mikilvægan 108-103 sigur gegn Þór Þorlákshöfn. Þór Akureyri lyftir sér með sigrinum úr fallhættu og er sem stendur í úrslitakeppnissæti fyrir lokaumferðina. „Ég er auðvitað gríðarlega sáttur með strákana,“ sagði Bjarki eftir sigurinn í kvöld. „Þetta var bara frábær liðsframistaða, en ég held að ég hafi bara aldrei séð annað eins sóknar „performance“ frá liði eins og frá Þór Þorlákshöfn í fyrri hálfleik. Þeir bara gátu ekki klikkað á skoti.“ „Þvílíkur leikmaður sem Larry Thomas er. Við auðvitað þekkjum hann fyrir norðan. Þetta er auðvitað frábært lið og þeir eru búnir að ná frábærum árangri í vetur. Það er ástæða fyrir því að þeir eru í öðru sæti í deildinni.“ Heimamenn voru með tryggt annað sætið í deildinni fyrir leikinn og því í rauninni ekki að spila um neitt. Bjarki segir að það hafi hjálpað sínum mönnum í kvöld. „Það hlýtur að hafa verið auðveldara fyrir mig að „motivera“ mína menn heldur en Lalla. Þeir eru náttúrulega tryggir í öðru sætinu.“ „Staðan var einfaldlega bara þannig að við gátum fallið í lokaumferðinni ef við hefðum ekki unnið þennan leik hér í kvöld. Það er auðvitað betra að örlögin séu bara í okkar höndum. Við förum í alla leiki til þess að reyna að vinna þá og svo verður bara talið upp úr hattinum þegar það er búið og vonandi verðum við í úrslitakeppninni þegar þeirri talningu er lokið.“ Þórsarar eiga Hauka í lokaumferðinni og Bjarki vonar að það verði jafn auðvelt að koma sínum mönnum í gírinn fyrir þann leik eins og í kvöld. „Já, ég auðvitað vona það. Sigur í þeim leik tryggir okkur í áttunda sæti held ég alveg örugglega. Haukarnir eru með flott lið og Sævaldur er búinn að gera frábæra hluti. Það verður bara gaman að mæta þeim á laugardaginn og ég efast ekkert um það að Haukarnir vilja reyna að klára mótið á jákvæðum nótum svo að ég þarf að undirbúa mína menn aftur fyrir 40 mínútna baráttu.“ Haukarnir eru nú þegar fallnir, en Bjarki segir að það geti verið snúið að spila gegn pressulausu liði. „Það er svolítið búið að vera einkennismerki okkar í vetur að spila pressulausir. Það spáðu okkur allir tólfta sæti og að við ættum bara að éta skít og skömm og falla með sæmd.“ „Við höfum blásið á þær hrakspár núna. Loksins get ég sagt þetta. Það getur hjálpað liðum eins og Haukum í þessu tilfelli að mæta okkur pressulausir,“ sagði Bjarki að lokum. Dominos-deild karla Þór Akureyri Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Þór Ak. 103-108 | Mikilvægur sigur Akureyringa Þór Akureyri sótti gríðar mikilvæg tvö stig í Þorlákshöfn í kvöld. Með því lyftir liðið sér upp úr fallhættu og er sem stendur á leið í úrslitakeppnina þegar ein umferð er eftir af Domino´s deild kara. Lokatölur 103-108 gestunum í vil. 7. maí 2021 20:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira
„Ég er auðvitað gríðarlega sáttur með strákana,“ sagði Bjarki eftir sigurinn í kvöld. „Þetta var bara frábær liðsframistaða, en ég held að ég hafi bara aldrei séð annað eins sóknar „performance“ frá liði eins og frá Þór Þorlákshöfn í fyrri hálfleik. Þeir bara gátu ekki klikkað á skoti.“ „Þvílíkur leikmaður sem Larry Thomas er. Við auðvitað þekkjum hann fyrir norðan. Þetta er auðvitað frábært lið og þeir eru búnir að ná frábærum árangri í vetur. Það er ástæða fyrir því að þeir eru í öðru sæti í deildinni.“ Heimamenn voru með tryggt annað sætið í deildinni fyrir leikinn og því í rauninni ekki að spila um neitt. Bjarki segir að það hafi hjálpað sínum mönnum í kvöld. „Það hlýtur að hafa verið auðveldara fyrir mig að „motivera“ mína menn heldur en Lalla. Þeir eru náttúrulega tryggir í öðru sætinu.“ „Staðan var einfaldlega bara þannig að við gátum fallið í lokaumferðinni ef við hefðum ekki unnið þennan leik hér í kvöld. Það er auðvitað betra að örlögin séu bara í okkar höndum. Við förum í alla leiki til þess að reyna að vinna þá og svo verður bara talið upp úr hattinum þegar það er búið og vonandi verðum við í úrslitakeppninni þegar þeirri talningu er lokið.“ Þórsarar eiga Hauka í lokaumferðinni og Bjarki vonar að það verði jafn auðvelt að koma sínum mönnum í gírinn fyrir þann leik eins og í kvöld. „Já, ég auðvitað vona það. Sigur í þeim leik tryggir okkur í áttunda sæti held ég alveg örugglega. Haukarnir eru með flott lið og Sævaldur er búinn að gera frábæra hluti. Það verður bara gaman að mæta þeim á laugardaginn og ég efast ekkert um það að Haukarnir vilja reyna að klára mótið á jákvæðum nótum svo að ég þarf að undirbúa mína menn aftur fyrir 40 mínútna baráttu.“ Haukarnir eru nú þegar fallnir, en Bjarki segir að það geti verið snúið að spila gegn pressulausu liði. „Það er svolítið búið að vera einkennismerki okkar í vetur að spila pressulausir. Það spáðu okkur allir tólfta sæti og að við ættum bara að éta skít og skömm og falla með sæmd.“ „Við höfum blásið á þær hrakspár núna. Loksins get ég sagt þetta. Það getur hjálpað liðum eins og Haukum í þessu tilfelli að mæta okkur pressulausir,“ sagði Bjarki að lokum.
Dominos-deild karla Þór Akureyri Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Þór Ak. 103-108 | Mikilvægur sigur Akureyringa Þór Akureyri sótti gríðar mikilvæg tvö stig í Þorlákshöfn í kvöld. Með því lyftir liðið sér upp úr fallhættu og er sem stendur á leið í úrslitakeppnina þegar ein umferð er eftir af Domino´s deild kara. Lokatölur 103-108 gestunum í vil. 7. maí 2021 20:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira
Leik lokið: Þór Þ. - Þór Ak. 103-108 | Mikilvægur sigur Akureyringa Þór Akureyri sótti gríðar mikilvæg tvö stig í Þorlákshöfn í kvöld. Með því lyftir liðið sér upp úr fallhættu og er sem stendur á leið í úrslitakeppnina þegar ein umferð er eftir af Domino´s deild kara. Lokatölur 103-108 gestunum í vil. 7. maí 2021 20:00