Viðskipti innlent

Fimm ráðin til Arnar­lax

Atli Ísleifsson skrifar
Kjersti Haugen, Johnny Indergård, Hjörtur Methúsalemsson, Rúnar Ingi Pétursson og Jón Garðar Jörundsson.
Kjersti Haugen, Johnny Indergård, Hjörtur Methúsalemsson, Rúnar Ingi Pétursson og Jón Garðar Jörundsson. Arnarlax

Arnarlax ráðið þau Jón Garðar Jörundsson, Kjersti Haugen, Johnny Indergård, Hjörtur Methúsalemsson og Rúnar Inga Pétursson til starfa innan félagsins.

Í tilkynningu segir að um sé að ræða reynslumikið fólk með fjölbreytta þekkingu og menntun á sínum sviðum.

„Ráðning þeirra mun styrkja rekstur Arnarlax í áframhaldandi framþróun fyrirtækisins, en þau hafa öll þegar tekið til starfa.

Jón Garðar Jörundsson (39) er nýr framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar (Chief Business Development Officer). Hann gekk fyrst til liðs við fyrirtækið í október í fyrra eftir að hafa aðstoðað fyrirtækið í hlutafjárútboðsferli skömmu áður. Jón Garðar var m.a. stjórnarmaður hjá Arnarlaxi frá 2014 til 2015, framkvæmdastjóri Hafkalks ehf. frá 2012 til 2020 og ráðgjafi hjá KPMG á árunum 2010-2012.

Kjersti Haugen (54) er nýr framkvæmdastjóri sölusviðs (Chief Sales Officer). Hún hefur yfirgripsmikla reynslu af sölu fiskafurða og hefur unnið að flutningum og sölu á alþjóðlegum vettvangi frá árinu 1987. Áður en hún kom til Arnarlax starfaði hún sem rekstrarstjóri (Chief Operating Officer) hjá Seaborn.

Johnny Indergård (27) hefur tekið við starfi ferskvatnsstjóra (Freshwater Manager). Johnny hefur níu ára reynslu af seiða- og stórseiðaframleiðslu frá MOWI í Noregi.

Hjörtur Methúsalemsson (30) er verkefnastjóri í viðskiptaþróunardeild (Project Manager in Business Development). Hjörtur hefur undanfarin tvö ár starfað hjá Matvælastofnun (MAST) en hann vann áður sem líffræðingur (Biological Controller) hjá Arnarlaxi og er því að snúa aftur á sín gömlu mið.

Rúnar Ingi Pétursson (27) er nýr framleiðslustjóri (Production Manager) í vinnslu Arnarlax. Hann hefur reynslu af sjávarútvegi sem sjómaður og í uppsjávarverksmiðju sem rekstrarstjóri verktaka,“ segir í tilkynningunni.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
7,53
245
386.089
SKEL
1,97
4
5.571
REITIR
1,85
34
715.603
LEQ
1,65
1
4.912
MAREL
0,94
19
48.686

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-1,25
23
398.408
ISB
-0,81
546
956.680
SYN
-0,7
1
1.280
BRIM
-0,37
4
994
EIM
-0,31
23
160.413
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.