Körfubolti

Mér líður vel undir lokin því Mike getur tekið yfir

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Viðar Örn á hliðarlínunni í kvöld.
Viðar Örn á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Vilhelm

Viðar Örn Hafsteinsson þjálfari Hattar var að vonum sáttur eftir gríðarlega mikilvægan sigur á Haukum. Sigurinn þýðir að Höttur á enn möguleika á að halda sæti sínu í Domino´s deild karla en Haukar eru fallnir.

„Já við vorum fínir á báðum endum vallarins í seinni hálfleik, því það voru nokkrir hlutir sem við þurftum að laga eftir fyrri hálfleikinn. Vorum að gera mistök eins og að hjálpa af Austin Bracey og vorum bara ekki alveg stilltir. En svo spilum við góða vörn á Pablo og Hansel sem eru frábærir og svo stigum við virkilega upp í fráköstunum sem höfðu verið vandamál framan af leik,“ sagði Viðar að leik loknum.

Þjálfarinn var ánægður með hvernig minni spámenn síns liðs stigu upp.

„Já ef þú ætlar að vera inni á vellinum þá verðurðu bæði að þora og vilja, það var kannski munurinn á liðunum í fyrri hálfleik að þeir fengu hörkuframlag frá Bracey og Emil Barja af bekknum. En þegar kom í seinni hálfleik þá fór þetta að tikka betur hjá okkur og við fórum að loka á þetta hjá þeim.“

Mike Mallory átti frábæran leik fyrir Hött.

„Bara eðaleintak. Topp leikmaður og topp manneskja. Mér líður bara vel undir lokin því hann getur tekið yfir og stjórnað og við verðum svolítið að læra á hann og hann á okkur. Við vorum mikið að henda frá okkur hálfunnum leikjum sem við erum að klára núna,“ sagði Viðar að lokum.


Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.