Lokuðu dyrunum í síðasta sinn eftir erfitt rekstrarár Eiður Þór Árnason skrifar 4. maí 2021 17:00 Stórkaup fluttu í Faxafenið árið 2001 en fyrir það hafði verslunin heitið Bónusbirgðir allt frá stofnun árið 1996. Já.is Verslunin Stórkaup í Skeifunni hefur lokað dyrum sínum í seinasta sinn. Allir fjórtán starfsmenn verslunarinnar missa vinnuna en fjórir til sex ganga í önnur störf að sögn framkvæmdastjóra Olís. Reksturinn hefur verið hluti af Olís eftir að olíufélagið sameinaðist smásölurisanum Högum árið 2019 en verslunin hefur verið rekin í um 25 ár. „Þetta er verkefni sem við fengum frá Hagkaup á sínum tíma. Markmiðið var að blása lífi í þetta en rekstraraðstæður á síðasta ári voru því miður með þeim hætti að við töldum okkur ekki fært að halda þessum rekstri óbreyttum áfram. Niðurstaðan var sú að við ákváðum að loka,“ segir Jón Ólafur Halldórsson, framkvæmdastjóri Olís og vísar þar einkum til áhrifa heimsfaraldurs kórónuveiru. Jón Ólafur Halldórsson framkvæmdastjóri Olís.Vísir/vilhelm „Þetta er búið að reynast fyrirtækjum mjög erfitt ástand og þessi hluti í okkar verslunarstarfsemi var bara ekki að ganga upp.“ Allt að tæmast Síðustu daga og vikur hefur verið unnið að því að skila vörum verslunarinnar til birgja og selja restina á sérstakri rýmingarsölu. „Það er ekkert orðið eftir þannig að það verður lokað þarna sennilega á morgun eða fyrir helgi,“ segir Jón. Skömmu eftir samtal hans við fréttamann var tilkynnt á Facebook-síðu Stórkaupa að hún yrði ekki opnuð aftur á morgun. Jón bætir við að hluti vöruúrvalsins muni flytjast yfir í Hagkaup Skeifunni þar sem fólk geti áfram verslað valdar vörur. Það var orðið tómlegt um að litast á síðustu dögum verslunarinnar.Stórkaup Þessum kafla lokið Jón vill ekki kannast við að tilkoma Costco árið 2017 hafi haft mikil neikvæð áhrif á rekstur Stórkaupa. Báðar verslanirnar sérhæfa sig meðal annars í því að selja matvörur í magnpakkningum sem nýtast ekki síst veitingaaðilum og öðrum rekstraraðilum. Hann segir að hugmyndin með tilfærslu Stórkaupa til Olís hafi verið að samþætta verslunina rekstrarvörustarfsemi Olís en ólíkt Olís einblíndi Stórkaup meira á matvöru og þjónustu við veitingaaðila. „Ástandið á síðasta ári kippti því miður fótunum undan þeim áformum þannig að við ákváðum að loka þessum hluta og einbeita okkur að okkar rekstrarvörusölu en þessum kafla er lokið.“ Verslun Bensín og olía Reykjavík Vinnumarkaður Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Nýsjálenskt lambakjöt miklu ódýrara en það íslenska Neytendur SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Meðallaun 758 þúsund á mánuði Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira
Reksturinn hefur verið hluti af Olís eftir að olíufélagið sameinaðist smásölurisanum Högum árið 2019 en verslunin hefur verið rekin í um 25 ár. „Þetta er verkefni sem við fengum frá Hagkaup á sínum tíma. Markmiðið var að blása lífi í þetta en rekstraraðstæður á síðasta ári voru því miður með þeim hætti að við töldum okkur ekki fært að halda þessum rekstri óbreyttum áfram. Niðurstaðan var sú að við ákváðum að loka,“ segir Jón Ólafur Halldórsson, framkvæmdastjóri Olís og vísar þar einkum til áhrifa heimsfaraldurs kórónuveiru. Jón Ólafur Halldórsson framkvæmdastjóri Olís.Vísir/vilhelm „Þetta er búið að reynast fyrirtækjum mjög erfitt ástand og þessi hluti í okkar verslunarstarfsemi var bara ekki að ganga upp.“ Allt að tæmast Síðustu daga og vikur hefur verið unnið að því að skila vörum verslunarinnar til birgja og selja restina á sérstakri rýmingarsölu. „Það er ekkert orðið eftir þannig að það verður lokað þarna sennilega á morgun eða fyrir helgi,“ segir Jón. Skömmu eftir samtal hans við fréttamann var tilkynnt á Facebook-síðu Stórkaupa að hún yrði ekki opnuð aftur á morgun. Jón bætir við að hluti vöruúrvalsins muni flytjast yfir í Hagkaup Skeifunni þar sem fólk geti áfram verslað valdar vörur. Það var orðið tómlegt um að litast á síðustu dögum verslunarinnar.Stórkaup Þessum kafla lokið Jón vill ekki kannast við að tilkoma Costco árið 2017 hafi haft mikil neikvæð áhrif á rekstur Stórkaupa. Báðar verslanirnar sérhæfa sig meðal annars í því að selja matvörur í magnpakkningum sem nýtast ekki síst veitingaaðilum og öðrum rekstraraðilum. Hann segir að hugmyndin með tilfærslu Stórkaupa til Olís hafi verið að samþætta verslunina rekstrarvörustarfsemi Olís en ólíkt Olís einblíndi Stórkaup meira á matvöru og þjónustu við veitingaaðila. „Ástandið á síðasta ári kippti því miður fótunum undan þeim áformum þannig að við ákváðum að loka þessum hluta og einbeita okkur að okkar rekstrarvörusölu en þessum kafla er lokið.“
Verslun Bensín og olía Reykjavík Vinnumarkaður Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Nýsjálenskt lambakjöt miklu ódýrara en það íslenska Neytendur SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Meðallaun 758 þúsund á mánuði Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira