Átta FH-ingar inn á áður en þeir skoruðu jöfnunarmarkið gegn Stjörnumönnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. maí 2021 14:00 Á myndinni sjást sjö FH-ingar. Ekki sést í Phil Döhler sem var í marki FH. stöð 2 sport Of margir leikmenn FH voru inni á vellinum fyrir lokasóknina gegn Stjörnunni í Olís-deild karla á föstudaginn. Einar Örn Sindrason tryggði FH-ingum jafntefli, 30-30, með flautumarki. Stjörnumenn voru með boltann þegar fimm sekúndur voru eftir. Þeir voru sjö inni á vellinum eins og reglur kveða á um en FH-ingar voru með átta, sjö útileikmenn og markvörðurinn Phil Döhler. Enginn á vellinum virtist þó taka eftir þessu nema FH-ingurinn Arnar Freyr Ársælsson sem hljóp af velli rétt áður en leikurinn fór aftur í gang. Það virtist fipa Hafþór Vignisson sem átti að fá sendingu frá Pétri Árna Haukssyni. Birgir Már Birgisson stal boltanum og sendi hann fram á Einar Örn sem skoraði í þann mund sem leiktíminn rann út. Lokatölur 30-30. „Annað hvort er þetta best planaða svindl sem hefur verið gert í sögu Olís-deildarinnar eða bara klaufaskapur,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson í Seinni bylgjunni. Klippa: Seinni bylgjan - Of margir FH-ingar inni á Strákarnir héldu svo áfram að velta fyrir sér hvort þetta hafi verið fyrirfram ákveðið hjá FH-ingum. „Ef þetta var planað var þetta algjör snilld. En svo spyr maður sig, ef þetta var viljandi, hverju hefur hann [Sigursteinn Arndal, þjálfari FH] að tapa, af hverju ekki að reyna þetta. Þetta er kannski ágætis taktík fyrir þjálfara að hafa í vopnabúrinu. Hvað gerist ef dómarinn fattar þetta?“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. Jóhanni Gunnari fannst ótrúlegt að átta leikmenn FH hafi farið framhjá dómurum og eftirlitsmanni leiksins. „Burtséð frá þessari snilld, ef þetta var snilld, verður að tala um framkvæmdina, dómarana og eftirlitsdómarana. Það er ekki eins og þetta gerist í miklum hita. Það var leikhlé og allt rólegt,“ sagði Jóhann Gunnar. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild karla FH Stjarnan Seinni bylgjan Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sjá meira
Stjörnumenn voru með boltann þegar fimm sekúndur voru eftir. Þeir voru sjö inni á vellinum eins og reglur kveða á um en FH-ingar voru með átta, sjö útileikmenn og markvörðurinn Phil Döhler. Enginn á vellinum virtist þó taka eftir þessu nema FH-ingurinn Arnar Freyr Ársælsson sem hljóp af velli rétt áður en leikurinn fór aftur í gang. Það virtist fipa Hafþór Vignisson sem átti að fá sendingu frá Pétri Árna Haukssyni. Birgir Már Birgisson stal boltanum og sendi hann fram á Einar Örn sem skoraði í þann mund sem leiktíminn rann út. Lokatölur 30-30. „Annað hvort er þetta best planaða svindl sem hefur verið gert í sögu Olís-deildarinnar eða bara klaufaskapur,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson í Seinni bylgjunni. Klippa: Seinni bylgjan - Of margir FH-ingar inni á Strákarnir héldu svo áfram að velta fyrir sér hvort þetta hafi verið fyrirfram ákveðið hjá FH-ingum. „Ef þetta var planað var þetta algjör snilld. En svo spyr maður sig, ef þetta var viljandi, hverju hefur hann [Sigursteinn Arndal, þjálfari FH] að tapa, af hverju ekki að reyna þetta. Þetta er kannski ágætis taktík fyrir þjálfara að hafa í vopnabúrinu. Hvað gerist ef dómarinn fattar þetta?“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. Jóhanni Gunnari fannst ótrúlegt að átta leikmenn FH hafi farið framhjá dómurum og eftirlitsmanni leiksins. „Burtséð frá þessari snilld, ef þetta var snilld, verður að tala um framkvæmdina, dómarana og eftirlitsdómarana. Það er ekki eins og þetta gerist í miklum hita. Það var leikhlé og allt rólegt,“ sagði Jóhann Gunnar. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild karla FH Stjarnan Seinni bylgjan Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sjá meira