Skoðun

Orkupakki fjögur frá Evrópusambandinu

Jón Frímann Jónsson skrifar

Undanfarnar vikur hafa andstæðingar Evrópusambandsins verið að blása upp andstöðu við Orkupakka fjögur sem Ísland þarf að innleiða í lög á næstu mánuðum. Það eru nákvæmlega sömu mótrök notuð gegn orkupakka fjögur og voru notuð gegn orkupakka þrjú sem var innleiddur í íslensk lög fyrir nokkrum árum síðan. Auk þess sem þjóðremba og annar óþrifnaður er notaður sem mótrök gegn Orkupakka fjögur og Evrópusambandinu.

Orkupakki fjögur er ekki flókinn. Þetta snýst að mestu leiti um umhverfisvæna orkugjafa. Tengingar smávirkjana inná stærri rafmagnsnet, kostnað og kröfur í kringum slíkar tengingar. Reikna má með að núverandi íslensk lög um sama málefni þurfi að víkja í heild sinni eða verða breytt verulega frá því sem er núna í dag. Þar sem lögin frá Evrópusambandinu ættu að gera smávirkjunum einfaldara að tengjast inná stærri rafmagnsnet og selja umframorku þar inn. Að auki er um venjulegar uppfærslu á eldri lagagreinum varðandi raforku eftir því sem þörf er á.

Hjá Evrópusambandinu heitir Orkupakki fjögur, „Hrein orka fyrir alla Evrópubúa“ og helstu markmið eru að ná Evrópusambandinu og EES innan þeirra markmiða sem eru sett í Parísarsamkomulaginu varðandi takmörkun á gróðurhúsaloftegundum. Enda er útblástur á þeim að setja mannkynið allt í stórhættu ásamt öðru lífríki á Jörðinni.

Annar hluti Orkupakka fjögur er að styrkja réttindi fólksins sem kaupir raforku, auka gagnsæi rafmagnsreikninga. Auk aukinna réttinda til fólks til þess að framleiða og geyma sína eigin raforku eins og ég nefni að ofan. Hversu mikið af þessu mun nákvæmlega ná til Íslendinga á eftir að koma í ljós enda er raforku markaðurinn á Íslandi einangraður og það mun ekkert breytast af landfræðilegum ástæðum.

Höfundur er rithöfundur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Skoðun

Saman gegn ríkisofbeldi

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson,Örlygur Steinar Arnaldsson,Sigurhjörtur Pálmason,Simon Valentin Hirt,Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir,Ari Logn,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Sjá meira


×