Viðskipti innlent

Ráðinn mann­auðs­stjóri hjá Isavia

Atli Ísleifsson skrifar
Brynjar Már Brynjólfsson.
Brynjar Már Brynjólfsson. Isavia

Brynjar Már Brynjólfsson hefur verið ráðinn mannauðsstjóri Isavia. Hann hefur störf nú um mánaðamótin.

Í tilkynningu frá Isavia segir að Brynjar hafi áður starfað sem mannauðsstjóri hjá Reiknistofu bankanna (RB) og þar áður hjá Origo, bæði sem ráðgjafi í mannauðsmálum og sem verkefnastjóri umbóta. Stýrði hann meðal annars sameiningu Nýherja og dótturfélaga í Origo. 

„Brynjar hefur einnig starfað við mannauðsmál hjá Landsvirkjun og Landsbankanum.

Brynjar lauk B.A. gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2006, M.Sc. gráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands árið 2009 og er að ljúka MBA gráðu við Háskólann í Reykjavík núna í vor. Brynjar hefur setið í stjórn Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi og var formaður félagsins frá 2018 til 2020,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×