Tap Icelandair tæpir fjórir milljarðar á fyrsta ársfjórðungi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. apríl 2021 19:44 Uppgjör fyrsta ársfjórðungs Icelandair 2021 liggur fyrir. Vísir/Vilhelm Heildartekjur Icelandair drógust saman um 73 prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs og námu 7,3 milljörðum króna. Lækkun tekna er helst rakin til heimsfaraldurs covid-19 sem hélt áfram að hafa gríðarleg áhrif á starfsemi félagsins en sætaframboð dróst saman um 92 prósent á milli ára á fyrsta ársfjórðungi. Vegna áframhaldandi óvissu í ljósi heimsfaraldursins mun félagið ekki gefa út afkomuspá fyrir árið 2021. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair vegna uppgjörs fyrsta ársfjórðungs 2021. Tekjur af fraktstarfsemi jukust aftur á móti um 64 prósent. Tap nam hins vegar 3,9 milljörðum króna samanborið við 30,8 milljarða króna tap á sama ársfjórðungi í fyrra. Samþætting feli í sér kostnaðarhagræðingu Þá var EBIT neikvæð um 5,9 milljarða króna samanborið við neikvæða EBIT um 26,7 milljarða í fyrra. Eiginfjárhlutfjall, leiðrétt fyrir tímabundnum áhrifum áskriftarréttinda, var 23 prósent samanborið við 25 prósent í byrjun árs. Lausafjárstaða félagsins nam 35,8 milljörðum en þar af handbært fé og lausafjársjóðir að fjárhæð 14 milljarðar króna. Þá er gert ráð fyrir að samþætting Air Iceland Connect og Icelandair sem lauk í mars feli í sér 381 milljóna króna árlega kostnaðarhagræðingu auk aukinna tekjumöguleika. Staða heimsfaraldursins og áframhaldandi ferðatakmarkanir hafa einnig áhrif á bókunarstöðu sem er enn veik í öðrum ársfjórðungi að því er segir í tilkynningunni. Þó er gert ráð fyrir að ferðum fari að fjölga á ný frá og með öðrum ársfjórðungi og framboð verði aukið enn frekar frá þriðja ársfjórðungi og horfur sagðar góðar fyrir fjórða ársfjórðung þessa árs. Í tilkynningunni segir einnig að markaðsherferðir félagsins í Bandaríkjunum hafa haft jákvæð áhrif á bókanir til landsins og muni jafnframt opna á tækifæri þegar ferðatakmörkunum til Evrópu verður aflétt. Bjartsýnn um bjartari tíma Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, kveðst bjartsýnn um bjartari tíma framundan eftir því sem baráttunni við covid-19 vindur áfram, einkum í ljósi bólusetninga. „Áhersla okkar á markvissa leiðakerfisstýringu og öflugt kostnaðaraðhald, ásamt góðum árangri í fraktflutningum, skilaði ásættanlegri rekstrarniðurstöðu þegar tekið er tillit til áhrifa COVID-19 faraldursins á uppgjör fyrsta ársfjórðungs. Þá sjáum við jákvæð teikn um aukið umfang í innanlandsfluginu en samþætting þess og alþjóðaflugsins mun stuðla að sterkara og skilvirkara flugfélagi og betri þjónustu við farþega. Þrátt fyrir áframhaldandi neikvæð áhrif faraldursins á starfsemi félagsins á síðustu vikum erum við bjartsýn á að geta aukið flugið jafnt og þétt núna í öðrum ársfjórðungi og bætt svo í framboðið frá þriðja ársfjórðungi þessa árs. Framvinda bólusetninga, sérstaklega á ákveðnum mörkuðum eins og í Bandaríkjunum, og möguleg aflétting ferðatakmarkana í Evrópu fyrir bólusetta ferðamenn, fela í sér jákvæð skref,“ er haft eftir Boga í tilkynningunni. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Egill Aðalsteinsson „Það verða mikil tækifæri fyrir Ísland og íslenska ferðaþjónustu þegar markaðir opna á ný og hefur eldgosið á Reykjanesskaga vakið enn meiri athygli á Íslandi sem áfangastað að undanförnu. Við erum tilbúin að auka flugið um leið og ástandið í heiminum batnar en sveigjanleiki leiðakerfis Icelandair og öflugir innviðir félagsins gera okkur kleift að geta brugðist hratt við breytingum á mörkuðum okkar. Þar að auki munu Boeing 737 MAX vélar félagsins, sem við höfum tekið aftur í rekstur, styrkja leiðakerfið enn frekar. Þær eru bæði hagkvæmari og umhverfisvænni kostur og geta opnað tækifæri fyrir félagið á nýjum mörkuðum. Þá eru horfur í fraktflutningum áfram góðar. Nýlegar fjárfestingar okkar í fraktflota félagsins styðja við markmið okkar um að auka umsvif félagsins á þessu sviði á okkar helstu mörkuðum og á sama tíma styrkja Ísland sem tengimiðstöð fyrir fraktflutninga milli Evrópu og Norður Ameríku eins og við höfum gert með góðum árangri í farþegafluginu. Við erum í góðri stöðu til að takast á við áframhaldandi óvissu og á sama tíma grípa þau tækifæri sem framundan eru þökk sé útsjónarsemi og dugnaði starfsfólks okkar.“ Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Markaðir Mest lesið Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair vegna uppgjörs fyrsta ársfjórðungs 2021. Tekjur af fraktstarfsemi jukust aftur á móti um 64 prósent. Tap nam hins vegar 3,9 milljörðum króna samanborið við 30,8 milljarða króna tap á sama ársfjórðungi í fyrra. Samþætting feli í sér kostnaðarhagræðingu Þá var EBIT neikvæð um 5,9 milljarða króna samanborið við neikvæða EBIT um 26,7 milljarða í fyrra. Eiginfjárhlutfjall, leiðrétt fyrir tímabundnum áhrifum áskriftarréttinda, var 23 prósent samanborið við 25 prósent í byrjun árs. Lausafjárstaða félagsins nam 35,8 milljörðum en þar af handbært fé og lausafjársjóðir að fjárhæð 14 milljarðar króna. Þá er gert ráð fyrir að samþætting Air Iceland Connect og Icelandair sem lauk í mars feli í sér 381 milljóna króna árlega kostnaðarhagræðingu auk aukinna tekjumöguleika. Staða heimsfaraldursins og áframhaldandi ferðatakmarkanir hafa einnig áhrif á bókunarstöðu sem er enn veik í öðrum ársfjórðungi að því er segir í tilkynningunni. Þó er gert ráð fyrir að ferðum fari að fjölga á ný frá og með öðrum ársfjórðungi og framboð verði aukið enn frekar frá þriðja ársfjórðungi og horfur sagðar góðar fyrir fjórða ársfjórðung þessa árs. Í tilkynningunni segir einnig að markaðsherferðir félagsins í Bandaríkjunum hafa haft jákvæð áhrif á bókanir til landsins og muni jafnframt opna á tækifæri þegar ferðatakmörkunum til Evrópu verður aflétt. Bjartsýnn um bjartari tíma Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, kveðst bjartsýnn um bjartari tíma framundan eftir því sem baráttunni við covid-19 vindur áfram, einkum í ljósi bólusetninga. „Áhersla okkar á markvissa leiðakerfisstýringu og öflugt kostnaðaraðhald, ásamt góðum árangri í fraktflutningum, skilaði ásættanlegri rekstrarniðurstöðu þegar tekið er tillit til áhrifa COVID-19 faraldursins á uppgjör fyrsta ársfjórðungs. Þá sjáum við jákvæð teikn um aukið umfang í innanlandsfluginu en samþætting þess og alþjóðaflugsins mun stuðla að sterkara og skilvirkara flugfélagi og betri þjónustu við farþega. Þrátt fyrir áframhaldandi neikvæð áhrif faraldursins á starfsemi félagsins á síðustu vikum erum við bjartsýn á að geta aukið flugið jafnt og þétt núna í öðrum ársfjórðungi og bætt svo í framboðið frá þriðja ársfjórðungi þessa árs. Framvinda bólusetninga, sérstaklega á ákveðnum mörkuðum eins og í Bandaríkjunum, og möguleg aflétting ferðatakmarkana í Evrópu fyrir bólusetta ferðamenn, fela í sér jákvæð skref,“ er haft eftir Boga í tilkynningunni. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Egill Aðalsteinsson „Það verða mikil tækifæri fyrir Ísland og íslenska ferðaþjónustu þegar markaðir opna á ný og hefur eldgosið á Reykjanesskaga vakið enn meiri athygli á Íslandi sem áfangastað að undanförnu. Við erum tilbúin að auka flugið um leið og ástandið í heiminum batnar en sveigjanleiki leiðakerfis Icelandair og öflugir innviðir félagsins gera okkur kleift að geta brugðist hratt við breytingum á mörkuðum okkar. Þar að auki munu Boeing 737 MAX vélar félagsins, sem við höfum tekið aftur í rekstur, styrkja leiðakerfið enn frekar. Þær eru bæði hagkvæmari og umhverfisvænni kostur og geta opnað tækifæri fyrir félagið á nýjum mörkuðum. Þá eru horfur í fraktflutningum áfram góðar. Nýlegar fjárfestingar okkar í fraktflota félagsins styðja við markmið okkar um að auka umsvif félagsins á þessu sviði á okkar helstu mörkuðum og á sama tíma styrkja Ísland sem tengimiðstöð fyrir fraktflutninga milli Evrópu og Norður Ameríku eins og við höfum gert með góðum árangri í farþegafluginu. Við erum í góðri stöðu til að takast á við áframhaldandi óvissu og á sama tíma grípa þau tækifæri sem framundan eru þökk sé útsjónarsemi og dugnaði starfsfólks okkar.“
Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Markaðir Mest lesið Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Sjá meira