Viðskipti innlent

Bein út­sending: Ný­sköpunar­dagur Haga

Eiður Þór Árnason skrifar
Átta frumkvöðlar og sérfræðingar í matvælaiðnaði munu halda erindi á viðburðinum.
Átta frumkvöðlar og sérfræðingar í matvælaiðnaði munu halda erindi á viðburðinum. Samsett

Hagar hafa stofnað styrktarsjóðinn Uppsprettu sem verður kynntur á Nýsköpunardegi Haga sem fram fer í dag. Er nýja sjóðnum ætlað að stuðla að nýsköpun í matvælaiðnaði hér á landi. Markmið og tilgangur Nýsköpunardagsins er að hvetja til nýsköpunar og aukinnar sjálfbærni í matvælaiðnaði. 

Átta frumkvöðlar og sérfræðingar í matvælaiðnaði munu halda erindi á viðburðinum sem hefst klukkan 12 og munu þeir segja frá sigrum og áskorunum sínum í matvælaþróun. Sýnt verður frá viðburðinum í spilaranum hér fyrir neðan. 

Fram kemur í tilkynningu að mikil gróska hafi verið í nýsköpun í íslenskum matvælaiðnaði á undanförnum árum og eru mörg þessara frumkvöðlafyrirtækja nú í örum vexti. 

Framleiðslueldhúsið Eldstæðið opnaði nýlega og hefur gert mörgum frumkvöðlum mögulegt að prófa sig áfram með vörur og hugmyndir. 

„En framleiðsla á vörum hefur örugglega aldrei verið jafn vandasöm og nú enda þarf að huga sérstaklega að samfélags- og umhverfislegum áhrifum. Á Nýsköpunardegi Haga koma stofnendur þessara fyrirtækja og segja frá reynslu sinni ásamt sérfræðingum í samfélagslegri ábyrgð og verslun.“

Dagskrá Nýsköpunardags Haga

Finnur Oddsson, forstjóri Haga - Velkomin og kynning á Uppsprettu nýsköpunarsjóði Haga

Tobba Marínósdóttir, Náttúrulega Gott - Hvað ef þetta fokkast upp?

Snjólaug Ólafsdóttir, Ernst & Young - Sjálfbærni og Þrautseigja – lykilatriði í nýsköpun

Guðmundur Páll Líndal, Lava Cheese - Erindi sem erfiði

Guðmundur Marteinsson, Bónus - Hvað þarf að hafa í huga þegar selja á hugmynd til sölu í verslun?

Eva Michelsen, Eldstæðið - Ertu með starfsleyfi? Hvar á ég að byrja og hvað þarf ég að vita

Örn Karlsson, Sandhóll Bú - Frá hugmynd að vöru og þar til hún fer í verslanir

Sigurður Reynaldsson, Hagkaup - Þrjú einföld ráð til að koma vöru í verslun

Haukur Guðjónsson, Frumkvöðlar.is - Ert þú með góða viðskiptahugmynd?





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×