„Þetta er fáránlegt prógramm“ Sindri Sverrisson skrifar 26. apríl 2021 12:31 Guðmundur Guðmundsson er afar óhress með dagskrána sem EHF lagði fyrir íslenska landsliðið. Hann hefði frekar kosið að síðustu þrír leikir Íslands yrðu allir leiknir í Ísrael. EPA-EFE/Khaled Elfiqi „Þetta er mjög erfitt. Við fáum ekki eina einustu æfingu með allt liðið og erum þar fyrir utan með marga nýja leikmenn,“ segir Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, fyrir síðustu þrjá leiki Íslands í undankeppni EM. Guðmundur er staddur í Ísrael og þegar Vísir ræddi við hann var hann á leið á einu æfingu íslenska landsliðsins fyrir leikinn við heimamenn annað kvöld. Þjálfarinn kvaðst hins vegar aðeins vera með átta leikmenn á æfingunni, eins ótrúlegt og það kann að hljóma. Aðrir eru á leiðinni eða koma í nótt, vegna erfiðs ferðalags eftir að hafa verið að spila með félagsliðum sínum um helgina. Ísland mætir Ísrael ytra annað kvöld, Litáen í Vilnius á fimmtudagskvöld, og Ísrael á Ásvöllum á sunnudaginn. Leikið er svo þétt vegna þess að leikjum var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Með sigri í öllum leikjunum endar Ísland fyrir ofan Portúgal, í efsta sæti undanriðilsins, sem yrði liðinu dýrmætt þegar dregið verður í riðla fyrir EM sem fram fer í janúar á næsta ári. Guðmundur segir það hins vegar afar krefjandi verkefni fyrir sig og sína menn að ná öllum sex stigunum sem í boði séu. Mikið um meiðsli og Elvar með veiruna „Í fyrsta lagi er bara hluti hópsins kominn, því hinir koma ekki fyrr en í nótt. Þar með náum við ekki einni einustu æfingu allir saman fyrir leikinn á móti Ísrael. Hingað er náttúrulega langt ferðalag sem situr í mönnum. Svo spilum við leikinn á morgun og förum upp í flugvél strax morguninn eftir, í langt flug til Vilnius. Þetta er fáránlegt prógramm og gríðarlega mikið lagt á liðið. Ofan á þetta bætast svo gríðarlega mikil forföll. Miðjumennirnir eru allir meiddir; Haukur [Þrastarson], Gísli [Þorgeir Kristjánsson] og Janus [Daði Smárason]. Arnór Þór er í einangrun, Elvar Ásgeirs var tekinn inn út af forföllum en er einnig úr leik því hann er með Covid. Elliði [Snær Viðarsson] er meiddur. Ólafur Guðmundsson hefur verið að glíma við meiðsli en er í hópnum því við vonumst til að hann geti spilað leikinn gegn Litáen. Það eru ansi margir leikmenn sem standa okkur ekki til boða,“ segir Guðmundur. Janus Daði Smárason er einn þeirra sem ekki geta spilað leikina vegna meiðsla.EPA-EFE/ANDREAS HILLERGREN Portúgal lengi að slíta sig frá Ísrael Ísrael hefur ekki komist á stórmót síðan á EM 2002 en er nú með níu leikmenn í sínum hópi sem spila með erlendum félögum, og vann til að mynda sigur gegn Póllandi í síðustu undankeppni EM. Liðið tapaði 31-22 gegn Portúgal í vetur en úrslitin gefa ekki rétta mynd af leiknum, segir Guðmundur: „Þeir mættu Portúgal í nóvember og voru lengi yfir, og leikurinn var í járnum í 48 mínútur í þeim leik, á heimavelli Portúgals. Þetta er hættulegur andstæðingur, sem spilar öðruvísi handbolta, og það þarf verulega að hafa fyrir þeim eins og Portúgalar fengu að kynnast þó að þeir hafi náð að skora mörg mörk í lokin.“ Íslendingar vildu að allir leikirnir yrðu í Ísrael Litáen er sömuleiðis varhugaverður andstæðingur að sögn Guðmundar sem ítrekar að ekkert megi út af bregða ætli Ísland ekki að missa toppsætið til Portúgals. Hann segist helst hafa kosið að leikirnir þrír yrðu allir spilaðir í Ísrael og HSÍ bað einnig um aðrar breytingar sem ekki fengust í gegn: „Litáen fékk leiknum við okkur flýtt. Sá leikur hefði að okkar mati átt að fara fram á föstudaginn. Við lögðum líka til að allir leikirnir yrðu bara spilaðir í Ísrael, í staðinn fyrir öll þessi ferðalög, en það var ekki vilji fyrir því. Þetta er staðan og við verðum bara að klára þetta verkefni. Við þurfum að gera mjög vel til að komast í gegnum þetta. Þetta eru þrjú löng ferðalög vegna leikjanna, og þrír leikir á sex dögum. Við þurfum að leggja af stað heim til Íslands frá Vilnius um miðja nótt fyrir síðasta leikinn, og fara í gegnum Riga og Kaupmannahöfn. Og við megum ekkert misstíga okkur í þessum leikjum til að við náum efsta sætinu.“ EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir Guðmundur valdi engan úr íslensku liði Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson hefur valið átján leikmenn til að spila síðustu þrjá leikina í undankeppni EM karla í handbolta. 19. apríl 2021 17:12 Taka leiguflug frá Ísrael til Litáens og spila leikina þrjá á sex dögum Íslenska karlalandsliðið í handbolta neyðist til að spila síðustu þrjá leiki sína í undankeppni EM í þremur löndum á sex dögum. Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur nú staðfest þá ákvörðun sína. 16. apríl 2021 13:30 „Með ólíkindum að EHF bjóði okkur upp á þessa umræðu“ „Það er í raun ótrúlegt að leggja þetta til,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, um þá tillögu handknattleikssambands Evrópu, EHF, að Ísland spili þrjá leiki, í þremur löndum á aðeins sex dögum. 15. apríl 2021 12:01 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Sjá meira
Guðmundur er staddur í Ísrael og þegar Vísir ræddi við hann var hann á leið á einu æfingu íslenska landsliðsins fyrir leikinn við heimamenn annað kvöld. Þjálfarinn kvaðst hins vegar aðeins vera með átta leikmenn á æfingunni, eins ótrúlegt og það kann að hljóma. Aðrir eru á leiðinni eða koma í nótt, vegna erfiðs ferðalags eftir að hafa verið að spila með félagsliðum sínum um helgina. Ísland mætir Ísrael ytra annað kvöld, Litáen í Vilnius á fimmtudagskvöld, og Ísrael á Ásvöllum á sunnudaginn. Leikið er svo þétt vegna þess að leikjum var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Með sigri í öllum leikjunum endar Ísland fyrir ofan Portúgal, í efsta sæti undanriðilsins, sem yrði liðinu dýrmætt þegar dregið verður í riðla fyrir EM sem fram fer í janúar á næsta ári. Guðmundur segir það hins vegar afar krefjandi verkefni fyrir sig og sína menn að ná öllum sex stigunum sem í boði séu. Mikið um meiðsli og Elvar með veiruna „Í fyrsta lagi er bara hluti hópsins kominn, því hinir koma ekki fyrr en í nótt. Þar með náum við ekki einni einustu æfingu allir saman fyrir leikinn á móti Ísrael. Hingað er náttúrulega langt ferðalag sem situr í mönnum. Svo spilum við leikinn á morgun og förum upp í flugvél strax morguninn eftir, í langt flug til Vilnius. Þetta er fáránlegt prógramm og gríðarlega mikið lagt á liðið. Ofan á þetta bætast svo gríðarlega mikil forföll. Miðjumennirnir eru allir meiddir; Haukur [Þrastarson], Gísli [Þorgeir Kristjánsson] og Janus [Daði Smárason]. Arnór Þór er í einangrun, Elvar Ásgeirs var tekinn inn út af forföllum en er einnig úr leik því hann er með Covid. Elliði [Snær Viðarsson] er meiddur. Ólafur Guðmundsson hefur verið að glíma við meiðsli en er í hópnum því við vonumst til að hann geti spilað leikinn gegn Litáen. Það eru ansi margir leikmenn sem standa okkur ekki til boða,“ segir Guðmundur. Janus Daði Smárason er einn þeirra sem ekki geta spilað leikina vegna meiðsla.EPA-EFE/ANDREAS HILLERGREN Portúgal lengi að slíta sig frá Ísrael Ísrael hefur ekki komist á stórmót síðan á EM 2002 en er nú með níu leikmenn í sínum hópi sem spila með erlendum félögum, og vann til að mynda sigur gegn Póllandi í síðustu undankeppni EM. Liðið tapaði 31-22 gegn Portúgal í vetur en úrslitin gefa ekki rétta mynd af leiknum, segir Guðmundur: „Þeir mættu Portúgal í nóvember og voru lengi yfir, og leikurinn var í járnum í 48 mínútur í þeim leik, á heimavelli Portúgals. Þetta er hættulegur andstæðingur, sem spilar öðruvísi handbolta, og það þarf verulega að hafa fyrir þeim eins og Portúgalar fengu að kynnast þó að þeir hafi náð að skora mörg mörk í lokin.“ Íslendingar vildu að allir leikirnir yrðu í Ísrael Litáen er sömuleiðis varhugaverður andstæðingur að sögn Guðmundar sem ítrekar að ekkert megi út af bregða ætli Ísland ekki að missa toppsætið til Portúgals. Hann segist helst hafa kosið að leikirnir þrír yrðu allir spilaðir í Ísrael og HSÍ bað einnig um aðrar breytingar sem ekki fengust í gegn: „Litáen fékk leiknum við okkur flýtt. Sá leikur hefði að okkar mati átt að fara fram á föstudaginn. Við lögðum líka til að allir leikirnir yrðu bara spilaðir í Ísrael, í staðinn fyrir öll þessi ferðalög, en það var ekki vilji fyrir því. Þetta er staðan og við verðum bara að klára þetta verkefni. Við þurfum að gera mjög vel til að komast í gegnum þetta. Þetta eru þrjú löng ferðalög vegna leikjanna, og þrír leikir á sex dögum. Við þurfum að leggja af stað heim til Íslands frá Vilnius um miðja nótt fyrir síðasta leikinn, og fara í gegnum Riga og Kaupmannahöfn. Og við megum ekkert misstíga okkur í þessum leikjum til að við náum efsta sætinu.“
EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir Guðmundur valdi engan úr íslensku liði Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson hefur valið átján leikmenn til að spila síðustu þrjá leikina í undankeppni EM karla í handbolta. 19. apríl 2021 17:12 Taka leiguflug frá Ísrael til Litáens og spila leikina þrjá á sex dögum Íslenska karlalandsliðið í handbolta neyðist til að spila síðustu þrjá leiki sína í undankeppni EM í þremur löndum á sex dögum. Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur nú staðfest þá ákvörðun sína. 16. apríl 2021 13:30 „Með ólíkindum að EHF bjóði okkur upp á þessa umræðu“ „Það er í raun ótrúlegt að leggja þetta til,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, um þá tillögu handknattleikssambands Evrópu, EHF, að Ísland spili þrjá leiki, í þremur löndum á aðeins sex dögum. 15. apríl 2021 12:01 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Sjá meira
Guðmundur valdi engan úr íslensku liði Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson hefur valið átján leikmenn til að spila síðustu þrjá leikina í undankeppni EM karla í handbolta. 19. apríl 2021 17:12
Taka leiguflug frá Ísrael til Litáens og spila leikina þrjá á sex dögum Íslenska karlalandsliðið í handbolta neyðist til að spila síðustu þrjá leiki sína í undankeppni EM í þremur löndum á sex dögum. Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur nú staðfest þá ákvörðun sína. 16. apríl 2021 13:30
„Með ólíkindum að EHF bjóði okkur upp á þessa umræðu“ „Það er í raun ótrúlegt að leggja þetta til,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, um þá tillögu handknattleikssambands Evrópu, EHF, að Ísland spili þrjá leiki, í þremur löndum á aðeins sex dögum. 15. apríl 2021 12:01